Spurt og svarað: Skóli

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Skóli : Bý í útlöndum og langar að læra íslensku

Ég á heima í útlondum og er í útlenskum skóla.  Mig langar mikid til ad læra íslensku.  Er einhver staður þar sem ég get spurt???

Skóli : Ósátt við baðverðina í sundi

Í sundi þá eru klefakonurnar, eða hvað sem maður kallar þær, alltaf að segja: þvoðu þér betur og láttu á þig sápu. Glápandi á kynfærin á manni. Ég kann að þvo mér sjálf!  Líka, skinn af fólki, það þarf að þrífa betur.  Þetta er ég búin að segja við sundkennarann minn og alla.  Við erum nokkrar sem erum sterklega á móti þessu og við eigum okkar rétt!

Skóli : Fæ minnimáttarkennd vegna framkomu kennara

Ég fæ alltaf minnimáttarkennd í skólanum því að einu sinni sagði einn kennarinn frekjulega: "Það hafa allir kennarar skólans rétt á að reka þig út".

Skóli : Óréttlátt að mega bara koma með ávexti í morgunnesti

Við erum tvær 10 ára stelpur.  Okkur finnst óréttlátt að í skólanum okkar megi bara koma með ávexti í morgunnesti því maður verður alltaf svo svangur yfir daginn.

Skóli : Ekki nægur stuðningur og aukanámsefni

Okey, þetta á kannski ekki heima herna en eg vil samt spyrja þig kæri umboðsmaður barna... Þannig er mál með vexti í skólanum sem ég er í hef ég beðið um stuðning, aukanámsefni sem er léttara því ég skil ekki némsefnið sem við erum búin að vera i. Ég er nuna i 10.bekk og er alveg 100% viss að ég falli á samrændu prófunum því skólinn minn hefur aldrei gert neitt við því að ég sé léleg i ensku... afhverju? Ber honum ekki skylda að REYNA að gera einhvað fyrir mig? Æji eg veit ekki, vinkona min er alltaf að biðja mig að spyrja aftur og aftur en ég vill bara ekki vera of ágeng. En mig langar samt að ná samrændu... æjh þetta er einhvað svo já... en ber skolanum ekki skylda að gera einhvað?

Skóli : Kvíðinn og stressaður fyrir próf

Ég get lítið lært fyrir prófin og er mjog kvíðinn og stressaður. Hvað get ég gert?

Skóli : Vinkona mín er lögð í einelti

Er erfitt að sjá til þess að börnum líði vel í skólum. Ég spyr út að því að vinkona mín er oft lögð í einelti.  Hvað get ég gert til að hún verði ekki lögð í einelti?  Við getum aldrei leikið okkur saman í frímínútum því það er alltaf verið að leggja hana í einelti, takk fyrir mig ég er í 5 bekk.

Skóli : Ég er lögð í einelti í skólanum og vill skipta um skóla.

Ég á marga vini en vil adrei leika við neinn eftir skóla. Ég er mjög lokuð og segji engum hvernig mér líður. Mér finnst enginn skilja mig og enginn tekur mark á mér því ég geri mig heimskari en ég er og er sein að fatta. Einn strákur í bekknum mínum er gjörsamlega búin að brjóta mig niður. ÞAð er alltaf sagt við mig: ,,ekki hlusta á hann" en það þýðir ekkert. Mig langar svo að skipta um skóla, eiga sanna vini. Sem ekki nota mig, og leggja mig í einelti. Ég er búin að spyrja múttu hvort ég meigi skipta en hún vill að ég klári þennan skóla. Allur bekkurinn minn er svakalega barnalegur og er í snúsnú í öllum frímínútum. Mér finnst svo leiðinlegt í snú-snú að ég er alltaf ein...og krakkarnir stríða mér á því og segja að ég sé kennari. Mig langar svo að skipta um skóla. HVað á ég að gera?

Skóli : Barnasáttmálann í lífsleikni !

Af hverju er ekki talað um réttindi mín og barnasáttmálann í lífsleiknitímum? væri það ekki gagnlegt ?

Skóli : Vinna með skóla

Er leyfilegt að fara að vinna árið sem að maður verður 16 ára.  Málið er að ég er 15 ára og verð ekki 16 fyrr en í september + ég bý út á landi. Ég ætlaði að spyrja hvort ég mætti ekki vinna með skólanum til að eiga peninga fyrir framhaldsnámi því fjölskyldan mín á ekki beint mikla peninga. En það er ekki mikið úrval hér það er bara búð/sjoppa, mjólkursamsala, sundlaug og svo hótel. En takk samt vona að fá svar fljótlega.

Skóli : Slæm reynsla af danskennslu

Mér finnst að það ætti ekki að vera danskennsla í skólanámskrá. Óvinsælu krakkarnir sem eru ekki boðnir upp þjást af litlu sjálfsáliti allan tímann og eru lengi að jafna sig á eftir. Ég tala af eigin reynslu!

Skóli : Réttindi nemenda í verkfalli kennara.

Sæl vertu, Ég sendi á fyrrverandi Umboðsmann barna eftirfarandi spurningu: "Er það ekki mannréttindabrot gagnvart börnum að fara í verkfall ? Samkvæmt 28 gr. Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna eiga börn rétt á menntun." Í kringum verkfallið núna fyrir áramót. Svar hennar var lengra og ýtarlegra en ég ætla smá bút fylgja með úr því svari. "Hins vegar má segja að þegar ósamrýmanleg réttindi mætast, eins og í þessu tilfelli réttur barna til menntunar og réttur kennara til að fara í verkfall, þá verður annar að víkja." Hver er ástæða þess að hagsmunir okkar víkja? er réttur okkar til náms ekki ekki sá sami og réttur kennara til að fara í verkfall?

Hver er ástæða þess að okkar hagsmunir víkja ? Þetta er ekkert einsdæmi mér þykir þetta vera frekar algengt að traðkað sé á okkar hagsmunum. Þó þetta hafi verið orðað ansi smekklega hjá henni er ekki verið að gera neitt annað en að troða á okkar hagsmunum að mínu mati. Og allir komast upp með það vegna þess að við erum bara börn og höfum ekki þau völd og ítök sem fullorðið fólk hefur.

Síða 7 af 7

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica