Spurt og svarað: Skóli

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Skóli : Ég á enga vini í skólanum

Sko, vandamálið er að ÉG Á ENGA VINI í skólanum : ( Ég bara stend alltaf ein og horfi á hina tala um mig og hlægja af mér. Þetta var ekkert svona áður fyrr (ég er búin að vera í þessum skóla frá því í 1 bekk). Það bara kom upp mál sem leið af verkum að þetta gerðist :S.

Mamma vill taka mig úr skólanum en pabbi vill að ég haldi áfram í honum með einhvað plan að baki , og ef einhvað plan virkar ekki þá bara reyna áfram og áfram. Það er eins og það sem ég vilji skipti engu máli (ég vil það sama og mamma). Og ef að ég geri það sem pabbi vill þá eiga kannski öll þessi plön eftir falla og á endanum verð ég bara þunglynd : (  Það eina sem ég vil gera er að flýja. Viltu hjálpa mér ?

Skóli : Dónalegur kennari

Hæhæ.  Einn kennarinn í skólanum er mjög dónalegur við alla krakkana , segir t.d. að við séum aumingjar segir okkur að halda kjafti og gefur okkur puttann og kemur með mjög grófa brandara og særir marga... Svo hlægja bara hinir kennararnir :S er þetta einelti ? er þetta ekki rangt??

Skóli : Ósanngjarn kennari

Ég held að einn kennarinn í skólanum sé eitthvað á móti mér. Hún lét einkunnina mína í einu fagi lækka alveg fullt niður út af misskilningi sem að hún vissi sjálf!  Svo er hú alltaf að skamma mig og niðurlægja mig fyrir framan allan bekkinn.  Það er naumast að ég hætti í skólanum útaf henni :S!

Skóli : Styttri skóla og lægri skólagjöld !

Er ekki hægt að hafa skólann styttri og lægri skólagjöld og vera aðeins betri við börn yngri en 8 ára sem eru í gæslu i skóla og ekki beita ofbeldi :S  Endilega sendið mér svar við þessum spurningum :)

Skóli : Af hverju skólaskylda?

Af hverju er skylda að fara í skóla? Afhverju getur maður ekki verið í heimaskóla?

Skóli : Einelti af hálfu kennara?

Stærðfræðiskennarinn í skólanum mínum, umsjónarkennarinn minn að auki sagði einkunnina mína úr einu prófi upphátt yfir allan bekkinn! Þetta gerðist sko þannig að hún var að lesa upp einkunnirnar og spurði flesta hvort að þeir vildu láta segja einkunnina upphátt eða ekki, allir fengi nokkuð hátt, svo las kennarinn upp mig og ég sagði já ... svo bætti ég strax á eftir ég vil ekki láta lesa hana upphátt, og um leið og ég sagði það sagði kennarinn hana upphátt!  Og einkunnin var ekkert sérlega há!  Er þetta einelti eða ?

Skóli : Ofbeldi af hálfu starfsmanna skóla

Hvaða rétt eiga börn þegar kennari eða annar starfsmaður skóla beitir þau ofbeldi?

Skóli : Of mikið heimanám

Hæ hæ við erum 2 stelpur og viljum kvarta yfir heimanámi sem er of mikið sko í fyrra vorum við með annan kemmara sem er strangari og hún lét okkur fá miklu minna heimanám. Konan sem er núna lætur okkur fá MIKLU meira. t.d. 2 bls í skrift, 5 bls í stjörnubók, upprifjunarhefti í stærðfræði, stafsetningaræfingu, 4 erindi í erfiðu ljóði, lesa 12 blaðsíðna sögu og læra fyrir íslenskupróf, stærðfræðipróf, skriftarpróf, framsagnarpróf og bókmenntir. Svo lét hún okkur fá miða yfir það sem við áttum að læra og það var FULLT á honum sem hún hefur aldrei kennt okkur. Svo velur hún sér uppáhalds nemendur í bekknum (það er ekki bara gáfuðustu nemendurnir) heldur t.d. stelpa sem heitir sama nafni og hún, og hún þolir okkur ekki.

kv 2 óánægðar.

Skóli : Kennari ósanngjarn - gildi samræmdra prófa

Okey, ég bara spyr... ég er í 10.bekk og allt í lagi með það.  En ensku kennarinn i skólanum minum er geðveikt ömurlegur. Segir að samrændaprófs einkunnin gildi ekki neitt heldur sé það hann sem gefi einkunnina á einkunnaspjaldið okkar. Hann segir oft að hann ætli að fella okkur því við erum ekki nógu góð... Hann er alltaf að tala niður til min seigir að eg kunni þetta ekki og bla bla bla.. Á hann þá ekki að kenna mér þetta?  Svo er hann farin að telja niður i samræmduprófin og stressa okkur geðveikt.  Mega kennarar segja að þeir ráði hvað þeir gefi okkur. t.d. hann seigir að ef honum er vel við okkur gefur hann okkur hátt en illa gefi hann okkur lágt :(  og eg veit ekki... vonanst um svör

Skóli : Um skyldur skólans og kennara

Sæl, ég var að pæla hvort kennarinn megi segja "þú ert ekki hér mín vegna mér er alveg sama þótt þú lærir ekki ég tapa ekkert á því bara þú"  Er ekki fólgið í starfi kennarans að reyna allt til að vekja áhuga hjá nemendanum?

Svo líka það að ég var í skóla þar sem bekkirnir eru 1 - 7 bekkur svo kemur annar skóli fyrir 8 - 10 ég flutti úr hverfinu þegar ég var í 7 bekk flutti ekki langt úr því bara það að ég aðeins útúr því þar sem hverfin "splittast" og ég kláraði 7, bekk í þessu skóla en í 8.bekk byrjaði ég í skólanum sem var nær mér ég var þar í smá tíma en hætti svo því mér fannst þetta hræðilegur skóli.. ég fékk aðgöngu í hinn skólan sem ég hefði farið í ef ég hefði ekki flutt væntanlega sem er fyrir 8 - 10 bekk.  Ég er ágætis námsmaður en er í þessum "vandræða unglingahópi" hjá kennurunum og hafa þeir mig oft fyrir rangri sök og minna mig oft á það þau geta látið reka mig úr skólanum þar sem þau eru ekki skyldug til að taka við mér í þennan skóla.  Mér finnst þetta mjög pirrandi og þar sem kennararnir eru ekki að gera mikið til að láta mig fá áhuga fyrir efninu þarna finnst mér þetta mjög leiðinlegt.. að reyna ekki einu sinni .. þar sem ég læri mjög vel ef kennarinn er skemmtilegur við mig er ekki að tala um að gefa mér frí í skóla bara vera nice við mann þá lærir maður. Í þeim tímum sem kennararnir eru nice við mig er ég með hærri einkunir en í hinum en stundum þegar ég er í tímum hjá þessum kennurum sem eru frekar leiðinleg við mig þá segja þau að ég sé að tala á fullu og skamma mann þótt ég hafi ekki verið að tala við neinn og verið að læra og þegar ég reyni að segja einhvað segja þau bara á þetta er akkurat það sem ég er að tala um og ég reyni að svara fyrir mig kurteisilega en þau verða bara meira pirruð og segja að ég hafi engin réttindi til að svara fyrir mig hef ég þau ekki þar sem það er verið að brjóta á rétti mínum þar eða?

Skóli : Einelti í skóla og gagnrýnin vinkona

Það er einn strákur í skólanum mínum sem leggur mig í einelti. Hann getur ekki látið mig í friði!!!! Ég veit ekki afhverju hann gerir þetta, því ég hef aldrei sagt neitt við hann og ekki gert neitt. Mér finnst líklegast að hann haldi að hann verði hækkaður í áliti hjá hinum krökkunum og þá hefur hann valið sannarlega ranga leið. Ég hef aldrei skilið hvað sé svona töff að segja við fólk að það sé ljótt, bólugrafið og muni aldrei eignast kærasta. Ég hef sagt foreldrum mínum þetta en það kemur bara alltaf: ,,Ekki hlusta á hann" Það er eins og enginn skilji að jafnvel þótt maður þykist ekki heyra það sem aðrir segja þá fer það samt inn á sálinna. Ég er mjög viðkvæm og það er alltaf verið að gera grín af mér því ég græt svo oft. Ég get ekki að því gert. Svo er það ein vinkona mín sem er alltaf að reyna að stjórna mér. Hún er alltaf að segja: ,, Oh my god, ertu ekki en byrjuð að mála þig? Það eru allir í bekknum byrjaðir að mála sig nema þú! " Ég ræð því sjálf hvenær ég byrja að mála mig en ég þoli ekki hvað hún er alltaf að gagngrína mig!!!  

Skóli : Vinkonu strítt í skólanum

Krakkarnir i skólanum stríða vinkonu minni mjög mikið af því hún er breiðari en allir aðrir og seigja að ég sé skrýtin að vilja leika við hana.  Hún er svolítið skapstór og það nýta sér það allir að láta það bitna á henni ef þau eru að stríða henni.  Bless og ég vona að svar berist fljótlega. 

Skóli : Óréttlátt að krakkar í 1.-7. bekk megi ekki vera inni í frímínútum

Mér finst óréttlát að bara þeir sem eru í 8.-10. bekk fá að vera inni í frímínutum en ekki þeir sem eru í 1.-7. bekk.  Stundum er vont veður og þá má bara 8-10 bekkur ráða hvort þau eru inni eða úti.

Skóli : Ósanngjarn sundkennari

Sundkennarinn minn gerir bara athugasemdir hjá mér en engum öðrum.  Ég var í sundi og var að synda bringusund og fæturnir mínir ekki alveg samtaka. Það voru tvær brautir á milli míns og sundkennarans og hún hrópaði alltaf: ,, þú átt ekki að synda skriðsund með löppunum! Syntu bringusund!" Alveg sama hvað ég reyndi að segja henni oft að ég væri að synda bringusund en hún tók ekkert mark á mér!  Hún setti bara athugasemd við mig! Hún var ekkert að kippa sig við það þó að sumar væru að svindla.  Þetta var svo óréttlátt að ég fór að gráta.  Ég er verulega viðkvæm og get ekkert að því gert.  Þá sagði kennarinn: ,,af hverju ertu að væla? Þú ert alltaf að væla!"

Skóli : Um sætaskipan í kennslustofu

Ég er í Hólabrekkuskóla.. og var að velta fyrir mér hvort það væri ekki hægt að setja reglu á það að maður mætti ráða hvar maður situr í tíma!  því að í unglingdeildinni þarf maður að draga númer:(!  Þetta er ömurlegt! maður kvíðir alltaf fyrir að draga númer.. og lenda í einhverju ömurlegi sæti! og þegar maður segir kennurum að maður vilji ekki sitja svona segja þeir bara að þetta er til að kynnast einvherjum öðrum!  Það er rugl.. þetta er pynting!  Plís getiði eitthvað gert.. bæ

Skóli : Bent á mig og hlegið að mér í leikfimi.

Ég var í leikfimi og þá byrjuðu stelpur að spyrja hvað ég héti og ég sagði þeim það.  Þá byrjuðu þær að benda á mig og hvíslast á og hlæja!  Hvað á ég að gera?

Síða 6 af 7

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica