Óréttlátt að krakkar í 1.-7. bekk megi ekki vera inni í frímínútum
stelpa
12
Mér finst óréttlát að bara þeir sem eru í 8.-10. bekk fá að vera inni í frímínutum en ekki þeir sem eru í 1.-7. bekk. Stundum er vont veður og þá má bara 8-10 bekkur ráða hvort þau eru inni eða úti.
Komdu sæl
Þér finnst óréttlátt að yngri krakkarnir megi ekki vera inni í frímínútum eins og eldri nemendurnir. Til þess að fá svar við spurningunni af hverju svo sé, er best fyrir þig að tala við skólastjórann í skólanum þínum eða skrifa honum bréf. Hann mun eflaust svara því til að það sé hollt og gott fyrir krakka að vera úti í frímínútum, hreyfa sig og fá frískt loft. Því er umboðsmaður barna sammála, en ef veðrið er mjög vont ættuð þið auðvitað að fá leyfi til að vera inni í frímínútum. Ef það gengur illa að fá leyfi til þess að vera inni þegar veðrið er vont getið þið safnað undirskriftum í skólanum og afhent skólayfirvöldum eða unnið að málinu í gegn um nemendaráðið, ef það er starfrækt í skólanum.
Kveðja frá umboðsmanni barna