Barnasáttmálann í lífsleikni !
stelpa
12
Af hverju er ekki talað um réttindi mín og barnasáttmálann í lífsleiknitímum? væri það ekki gagnlegt ?
Komdu sæl
Það er gott hvað þú ert meðvituð um nauðsyn þess að fjalla um réttindi barna og unglinga í skólanum.
Í Aðalnámsskrá eru ekki mjög skýrar leiðbeiningar um hvað eigi að kenna í lífsleikni. Markmiðin eru mjög almenn og í sjálfu sér er hægt að uppfylla þau með ýmsum hætti.
Hins vegar ber að hafa í huga að aðrar námsgreinar grunnskóla fela líka í sér lífsleikni. Ef þú vilt fá að læra um Barnasáttmálann í lífsleiknitímum í skólanum þínum skaltu endilega minnast á það við lífsleiknikennarann þinn. Einnig getur þú rætt þetta við deildarstjóra miðstigs eða skólastjórann.
Námsefni um Barnasáttmálann er að finna hér.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna