Fjölskylda : Vill minni umgengni

Hæ. Mig langar að vita hvort ég geti sleppt eða neitað að fara til pabba alltaf þegar ég á að fara til hans. Stundum langar mig ekki að fara og vill vera hjá mömmu í staðinn.

Fjölskylda : Má mamma taka pening af laununum mínum?

Hæ...  mamma mín vill taka pening af laununum mínum og geyma...  Ég vill það alls ekki!...má hún bara taka af þeim ?... þetta eru peningar sem ég er buin að vinna mér inn?!

Fjölskylda : Ólétt og vil flytja með barnið að heiman

Ég er ólétt og er komin sirka 4 mánaði á leið og ég hef ekki farið til læknis í skoðun því ég er svo hrædd að læknirinn muni hringja í foreldra mína. Því ég vil ekki að þau viti, því ég ætla að eiga barnið og flytja út. Ef ég er núna orðinn 16 þurfa þau nokkuð að vita?

Fjölskylda : Vanlíðan og eignaréttur

það er nú þannig að mér líður illa heima, það er ekki hlustað á mig, ef ég er með tárin í augunum að reyna að svara fyrir mig við þau er þeim alveg sama og gera bara hálfpartinn grín að mér útaf því og segja að það þýði ekkert að gráta því þau vorkenna mér ekki neitt.

fósturpabbi minn hefur oftar en einu sinni hótað að slá mig og ég má ekki svara neitt fyrir mig útaf neinu því þá verður bara allt brjálað og ég sett í straff. fósturpabbi minn hefur sett mig í kalda sturtu þegar ég var yngri og rassskellti mig líka.

en hafa þau rétt á því að taka af mér tölvu og dót frá mér ef ég á það og ég borgaði fyrir það sjálf ? eða mér var gefið það ? fósturpabbi minn sagði að hann hefði allann rétt til þess, sama hvað þið segðuð.. ég vil bara fá það á hreint hvort það sé satt, Tölvan er á mínu nafni en ekki mömmu eða fósturpabba...

Fjölskylda : Vil ákveða hjá hvoru foreldrinu ég bý

Ég verð 17 ára í september. foreldrar mínir eru að skilja

Hef ég ekki fullan rétt á að ákveða hjá hvoru foreldri ég vil hafa búsetu, og hvað get ég gert tll að það foreldri sem ég vil ekki hafa búsetu hjá virði mínar óskir. Vonandi fæ ég lausn.

Fjölskylda : 15 ára beitt ofbeldi og vanrækt

Vinkona mín er í ruglinu núna, er með geðhvarflasýki og athyglisbrest og foreldrar hennar kaupa ekki lyf handa henni afþví að hún borðar ekki mikið og kemst ekkert áfram í skólanum, hún er 15 ára. hún hefur komið heim til mín grátandi klukkan 3 á nóttunni alveg út úr heiminum og svo þegar ég fer með hana heim þegar hún er sober þá lemja foreldrar hennar hana, öskra á hana og kalla hana hóru. Er það löglegt að foreldrar kaupi ekki lyf handa börnunum sínum og lemji þau og kalli þeim nöfnum?  

Fjölskylda : Hrædd við fósturföður

mér líður illa að vera heima og finnst það óþæginlegt, aðalástæðan því ég er hrædd við fósturföður minn vegna mikilla rifrilda milli okkar á seinasta ári.

Hann hefur alveg síðan ég var lítil öskrað mikið og verið reiður, var nálægt því að lemja mig einu sinni, held það eina sem stoppaði hann var að hann vissi hvað gæti gerst ef hann hefði í alvöru gert það. Er þetta nóg ástæða til að gera eitthvað í málinu, eða ætti ég bara að reyna að vera vinur hans?

Ég veit hann er hættur að öskra á mig núna því þetta gerðist allt á seinasta ári en mér líður samt illa í kringum hann og er hrædd að vera skilin ein eftir í húsinu með honum.

Fjölskylda : Neydd til að fermast

Systir mín er 13 ára og á að fara að fermast í vor.

Ég var neydd til að ferma mig af foreldrum mínum og vissum aðilum í fjölskyldunni. Ég vildi ferma mig borgaralega því ég er ekki kristinn, en foreldrar mínir sögðu að annað hvort fermdist ég í kirkju eða bara alls ekki. Svo fékk ég þulu hvað eftir annað hvað amma og afi yrðu vonsvikin og að ég yrði aldrei almenninlega hluti af samfélaginu.

Nú er verið að segja það sama við systir mína. Hún er sömu skoðunar um trú og ég. jafnaldrar segja við mig að þau geti ekki þvingað okkur svona, en hvaða lagalega rétt höfum við? Getum við ákveðið sjálf hvaða trúarlegu athöfn við tökum þátt í? Og þar með neytt foreldra okkar til að ganga á eftir okkur með það?

Sjálf get ég ekki sagt mig úr þjóðkirkjunni fyrr en ég er 16 ára, svo þegar maður er á fermingaraldri hefur maður engan rétt? Með fyrir fram þökk fyrir aðstoðina.

Fjölskylda : Útivist og Facebook

Ég er 16 ára strákur og foreldrar mínir banna mér að fara út á kvöldin. Geta þau virkilega bannað mér að fara út á kvöldin?

Þau banna mér einnig að eiga Facebook síðu. Geta þau bannað mér það? Má ég ekki eiga eitthvað einkalíf?

Fjölskylda : Vil að pabbi fái forsjána

Má ég ráða hvort mamma eða pabbi (sem eru skilin) séu með forræði yfir mér? Mamma er með forræði en ég vil að pabbi fái það. Hversu langan tíma tekur það?

Fjölskylda : Fósturheimili

Ástæður til að geta fengið fósturheimili?

Fjölskylda : Foreldrar skilja ekki að við erum að þroskast

Af hverju geta ekki foreldrar fattað að við erum að þroskast og við getum tekið ákvarðanir sjálf.

Fjölskylda Heilsa og líðan : Foreldrar mínir skipa mér að borða

Ég er orðinn 78 kg og 179 cm á hæð. Mig langar ekki að vera svona þungur. Ég er smá fitu á ákveðnum stöðum á líkamanum sem ég vil losna við. Ég fer í ræktina á hverjum degi og brenni a.m.k 700 hitaeiningum í hvert skiptið sem ég fer þangað. En aftur á móti léttist ég ekkert heldur stöðugt fitna ég og þyngist. Þetta gerist því mér er skipað að borða.

Fjölskyldan mín á ekki mikinn pening en samt á ég stöðugt að borða mikla skammta á hverjum degi. Ég hef marg reynt að ræða um þessi mál við foreldra mína að ég sé ekki svo svangur en þau halda samt áfram að skipa mér að borða. Ég veit að samkvæmt landslögum eiga foreldrar/forráðmenn að fæða börnin sín. Mér finnst þetta vera mjög ógeðslegt af foreldrum mínum.

Allir aðrir unglingar þurfa ekki að borða þegar þau eru ekki svöng en ég skal gjöra svo vel að borða þótt að ég sé alls ekki svangur heldur pakk saddur! Mega foreldrar mínir gera þetta?

Fjölskylda : Mega foreldrar ráða hverja ég á samskipti við, hvort ég fer í menntaskóla o.fl?

Foreldrar mínir hafa nýlega bannað mér að hafa samskipti við eldri stráka eftir að hafði farið í sleik við strák yfir 20 ára (já ég er hommi) inn á salerni á kaffihúsi. Geta foreldrar mínir bannað mér slíkt? Ef svo er, af hverju?

Mega foreldrar mínir að neyða mig til þess að segja þeim frá mínu einkalífi? Mega þau jafnvel skipa mér að fara í menntaskóla og banna mér að velja braut þar? Þetta er það sem þau gera mér. Ég verð meira að segja að tilkynna þeim hversu mikinn lausan pening á ég. Mér finnst þetta brjóta mitt frelsi mjög mikið. Lokaspurning: Mega þau þetta??

Fjölskylda : Pabbi alkóhólisti

Ég vil ekkert vesen er bara að pæla hvernig maður getur gengið í það að reyna að koma pabba sínum í skilning um að hann sé alkóhólisti og sé búinn að vera það rosalega lengi án þess að viðurkenna vandamálið.

Þegar ég var í grunnskóla var með strítt útaf þessu ( það hefur bara styrkt mig núna) en ég vil samt ekki að litlu frændsystkini mín þurfi að horfa uppá þetta og jafnvel að þau verið fyrir stríðni útaf þessu. Það vil ég alls ekki en þetta er bara pæling.

Fjölskylda : Yfirráð yfir persónulegum eigum

Mega foreldrar mínir taka af mér persónulegar eigur eins og síma, tölvu og föt og leyna fyrir mér hvar þeir eru geymdir?

Síða 6 af 9

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica