Of mikið heimanám
Hvað á maður að gera ef allur bekkurinn finnst að það sé of mikill lærdómur í skólanum og eftir skóla þarf maður að læra meira og maður vill minna heimanám?
Má kæra ef eithver seigir leyndarmálið mitt öllum skólanum?
Má kæra ef einhver seigir leyndarmálið mitt öllum skólanum?
Við í bekknum viljum nýjan kennara.
Við í bekknum viljum nýjan kennara.
Er skylda að mæta á skólaball kl. 18?
Má skólinn minn láta mig mæta á skólaball kl 6 um kvöldið og gefa mér fjarvist fyrir ef ég mæti ekki?
Val á framhaldsskóla
Sem 16 ára gömul stelpa hef ég sjálf ákvörðunn um í hvaða framhaldsskóla ég fer í en ekki mamma mín?
Dónalegur skólastjóri
Umboðsmanni barna barst fyrirspurn um framkomu og háttsemi skólastjóra grunnskóla, sem fólst meðal annars í því að koma dónalega fram við nemendur og hóta þeim.
Þar sem netfang barst ekki með fyrirspurninni er viðkomandi beðinn um að hafa aftur samband ef hann vill fá nákvæmari svör með tölvupósti.
Fjarvist fyrir að vera vísað úr tíma eftir 15 mín.
Má kennari gefa manni fjarvist ef maður mætir í tímann og er búinn að vera í tímanum í 15 mín og má kennarinn henda manni út og gefa manni fjarvist?
Ókurteis kennari
Þetta erindi hefur verið stytt af umboðsmanni barna.
Í ensku þá er gamall kennari sem er alltaf að seigja ég sé heimskur og þroskaheftur og er alltaf að seigja það ef maður talar.
Eftirseta
Hafa stjórnendur í grunnskóla leyfi til þess að setja nemdur í 20 mín eftirsetu eftir að hafa komið 3 sinnum of seint í skólann ?
Vandræði með baðvörð
Hæ,hæ .... sko ég og aðrar stelpur í bekknum mínum erum alltaf svo stressaðar að fara í íþróttir því að það er kona sem er alltaf inni í klefanum,og hún bíður eftir að við klæðum okkur úr, og þá byrjar hún að káfa á okkur. Hún strýkur á okkur bökin og fer svo að framan en við stoppum hana alltaf áður en hún fer lengra. Mamma vill klaga í skólann en ég er ekki viss um að ég þori að sega frá því að þá verð ég svo skömmustuleg :( er ekkert annað sem hægt er að gera en að klaga?
Framkoma starfsfólks skóla
Hæhæ...
Er leyfilegt að skólaliði eða gangavörður kalli mann eða vinkonur sínar ,,Óþroskaða belju'' ef maður er lengi að klæða sig og koma sér út?
Hvað á ég að gera næst þegur hún kallar mig eða vini mína þetta næst?
Einelti í skóla
Ég er 13 ára stelpa og ég hef orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi af bæði kennurum og nemendum, í tveimur skólum.
Ég var núna að breyta um skóla (þegar að þetta skólaár byrjaði) og mér líkaði mjög vel fyrst en núna er aðeins farið að breytast. Ég er ekki beint lögð í einelti en það er eins og það sé ekkert tekið eftir mér í skólanum mínum... þegar að það eru tímar er ég alltaf ein útí horni og allar hinar stelpurnar í einum hóp, Ég á reyndar eina mjög góða vinkonu í bekknum en hún er oft í námsverinu svo að ég hitti hana sjaldan... síðan eru líka 4 stelpur í hinum bekknum (samt í sama árgangi) sem að eru vinkonur mínar en ein þó aðalega ég veit ekki hvað ég get gert ég hitti þær aldrei nema í gati og matarhléum og síðan bara búið ekkert meir og ef ég reyni að koma mér innaní hópinn í mínum bekk þá fer alltaf allt í steik og klessu bara allir labba í burtu og ég vil ekki að ég verði lögð í einelti aftur og langar að stoppa það í byrjun.
Ég fer til námsráðgjafans einu sinni í viku en ég þori ekki að segja henni neitt um þetta og ekki þori ég að tala við mömmu eða kennarann vegna þess að ég er hrædd um að mamma reyni að tala við kennarann og að hann geri ekki neitt eins og í hinum gömlu skólunum mínum..
og svo er eitt enn get ég kært kennarann minn (gamla kennarann minn) fyrir það að hlusta ekki á mig og að ég var lamin af krökkunum og það var ekkert gert og hún í rauninni tók bara þátt í eineltinu.. hvað get ég gert mig vantar ráð takk fyrir.
Ein og líður illa í nýjum skóla
Ég er í framhaldsskóla og mér líður ömurlega í honum ég á enga vini í skólanum útaf ég er svo feimin þannig ég ákvað að byrja í leiklistinni en ég var svo feimin í því þannig eg hætti bara ég er að missa sjálftraustið mitt ég er samt alltaf hress með vinum minum en engin af vinum minum eru í skólanum mínum
sé rosa eftir að hafa farið í þennan skóla ég vil helst ekki mæta lengur og það munar svo litlu að ég verði rekin úr honum. Ég þoli virkilega ekki þennan skóla ég vil helst fara í skóla með vinum mínum hvað get ég gert og hvað ef ég fell á mætingu og get ekki skipt um skóla ég bara get ekki verið í aðra önn í þessum skóla.
Rifrildi í bekknum
Mér finnst svolítið leiðinlegt að það er alltaf eitthvað vandamál í bekknum og ég er orðin allveg svakalega þreytt á því. Þetta er sko alls ekki venjulegur bekkur!!!! Við rífumst stöðugt. Það er til dæmis eitt vandamál og svo kemur strax annað. Við getum alldrei verið bara vinkonur!!! Geturðu hjálpað okkur?
Heimakennsla
Er hægt að fá heimakennslu án þess að maður er fatlaður eða með aðra sjúkdóma? Það er að segja af foreldrum eða einkakennara? (Af foreldrum ef þau hafa kennsluréttindi.)
iPod og GSM símar teknir af nemendum
Telst það ekki sem stuldur ef kennari tekur síma/iPod úr vasa eða höndum nemanda og nemandi neitar í skólum? Einn stærðfræði kennarinn í skólanum mínum sagði að ef einhver myndi taka eitthvað af skrifborðinu sínu eða hillunni myndi sá fara til skólastjóra fyrir stuld...
Nokkrum dögum áður hafði hann tekið iPod sem verið var að nota af einum nemanda... Það má vísa manni úr tíma en ekki taka hluti af manni ófrjálsri hendi, er það nokkuð? Kennarinn sagði að það standi í skólareglum að símar og önnur tól mega vera gerð upptæk... En skólareglur eru ekki landslögum æðri er það nokkuð?