Fjölskylda : Ábyrgð á uppeldi barna

Er rétt að annað foreldrið ætti að bera aðalábyrgð á uppeldi barna og ef já hvort?

Fjölskylda : Er vinkona sem reykir og drekkur slæmur félagsskapur?

Foreldrar mínum finnst ein mjög góð vinkona min vera slæmur félagskapur.  Hún reykir og drekkur en hún er mjög góð og skemmtileg.  Málið er að mér finst hún ekki slæmur félagskapur, mamma segir að hún getur komið mér inni reykingar og drykkju er það satt? 

Fjölskylda : Beitt ofbeldi heima og farin að skera mig

Já, sko fósturmamma mín lemur mig, ekki með kinnhest, hún hendir mér i vegginn heima, og hendir hlutum í mig, pabbi gerir ekkert við þessu, en stundum þegar hún gengur of langt, þá segir hann stopp, og fer út á bar og drekkur. Ég spurði mömmu hversvegna hún lemur mig svona, og hún segjir bara að mamma hennar hafi lamið hana þegar hún var lítil. Barnavernd talaði einu sinni við hana, og hún laug og sagði að ég væri bara að ljúga, en þegar barnavernd fór, þá trompaðist mamma, hún henti mérí borð, og ég fékk gat á hausinn. Ég þurfti að fara á Landspítalann í Fossvogi, til að láta sauma mig. Ég er byrjuð að skera mig, og mér líður aldrei vel þegar ég tala við mömmu, og svona, en þegar ég sker mig, þá líður mér betur, og öll vandræðin fara í burtu. Hvað á ég að gera með mömmu mína.?

Fjölskylda : Mér finnst ég passa ekki inní fjölskylduna mína

Mamma mín og pabbi eru alveg frábærir foreldrar, svolítið ströng en góð. Ég á erfitt með að vakna á morgnana og nota ljót orð og er ekki fyrirmyndarbarn, en bróðir minn er draumur pabba. Hann er með mynd af bróður mínum á símanum sínum en ekki mér. Mér finnst ég passa ekki inní fjölskylduna en allavega vil ég vita hvernig ég get verið draumabarn pabba míns, því ég vil það svo sárt.

Fjölskylda : 17 ára að verða móðir - hvaða réttindi hef ég?

Hæ, Eg er verd 17 ára nú i sumar. Ég er ólett og vildi vita hvaða réttindi ég kem til með ad hafa sem móðir undir 18 ára. Ég á ekki ad eiga fyrr en um jólin en ég vil vera med föður barnsins. Hann er 19. Er einhver möguleiki a því og hvaða réttindi hef eg gagnvart barninu minu? Mamma min má t.d ekki taka barnið frá mér eða hvað? kv. radvilt

Fjölskylda : Mega foreldrar reka barn að heiman?

Geta foreldrar hent barni sínu út án staðs til að vera á þegar barnið er 16 ára gamalt ef engin eiturlyf eða annað amar að barninu. Einungis vegna þess að það hlýðir ekki þegar þau biðja það um að taka til í herberginu sínu. Við erum ekki að tala um að barnið misnoti útivistartímann sinn eða annað þess háttar.

Fjölskylda : Mamma og stjúpi að skilja - má ekki tala um það

hæhæ sko ég er að fara að flytja fljótlega og mamma og stjúpi minn að skilja,

Ok mér líður ekki illa útaf þvi en eina er að ég verð að tala um þetta ég held að mamma vilji ekki tala um þetta og ég má ekki seigja vinum mínum þetta ég á ofboðslega erfitt með að byrgja þetta ein.kv:xxx 

Fjölskylda : Andlát í fjölskyldunni

Blehh..! Hérna sko.. Kona afa míns var að deyja í nótt og mér líður ekkert svakalega vel..!  Ég er svona nokkurnveginn hættur að trúa á Guð.  Hvað í ósköpunum á ég að gera :(?

Fjölskylda : Vil ekki að pabbi sé alltaf að hringja í mig

Mig langar að spyrja hvað ég get gert. Pabbi minn flutti til útlanda og hann er búinn að hringja 40 sinnum. Hann hringdi 6 sinnum í gær. Ég er búin að segja honum mörgum sinnum að ég vilji ekki að hann sé að hringja í mig en hann hlustar ekki.  Hvað get ég gert?

Fjölskylda : Er það heimilisofbeldi ef foreldrar manns slá mann á munninn?

Er það heimilisofbeldi ef foreldrar manns slá mann á munninn?

Fjölskylda : Mig langar að segja mömmu að ég þoli ekki fósturpabba !

Mig langar að segja mömmu minni að ég þoli ekki fósturpabba minn! hvað get ég gert? 

Fjölskylda : Foreldrar öskra og lemja mann

Er það í lagi að foreldrar manns öskri á mann og lemji mann þegar maður gerir ein mistök? Því það gerðist fyrir mig.

Fjölskylda : Foreldrar mínir öskra á mig, slá mig á munninn og flengja mig

Mamma mín og pabbi öskra á mig svona 20 sinnum á dag............ Það er mjög leiðinlegt.....  Ég hef talað við námsráðgjafa um þetta og hún sagði mér bara að setjast niður og spjalla við þau um þetta!  Ég reyndi en það var bara öskrað á mig og ég lokuð inn í herbergi.... . Ég er oft slegin á munninn og einstaka sinnum flengd... Hvað get ég gert án þess að þau öskri á mig? 

Fjölskylda : Geta foreldrar tekið launin mín af mér?

Geta foreldrar tekið launin mín af mér ef að ég er byrjuð að vinna áður en ég verð fjárráða?

Fjölskylda : Mega foreldrar mínir slá mig utanundir?

Er það sjálfsagt að foreldrar mínir slái mig utanundir "kinnhest" ef ég geri eitthvað af mér?

Fjölskylda : Meðlag - erfiðar aðstæður heima

Hæ! Mamma mín og pabbi skildu fyrir nokkrum árum síðan. Ég var að velta fyrir mér réttindum mínum varðandi meðlagið. Mamma hefur alltaf tekið það og ég hef aldrei séð krónu af þessu meðlagi. Ég þarf að vinna mikið með skóla til þess að geta keypt það sem ég þarf, fatnað, skólabækur og gjöld og jafnvel matinn minn sjálf, lyf o.fl. Þetta bitnar náttúrulega á tímanum sem ég mundi annars nota til að sinna náminu. Einkunnirnar mínar hafa stór lækkað út af þessu á síðustu árum, og ég sé ekki fram á að komast í það sem mig langar í í háskólanum. Þegar ég spyr hana afhverju ég fæ ekki meðlagið til mín eins og önnur vinkona mín og segi henni að peningurinn sé ætlaður mér, þá segir hún að hún noti hann í að borga af húsinu okkar, þannig að óbeint noti hún hann í mig. Mér finnst það bara ekki réttlátt og hefði haldið að það væri framfærsluskylda á mér þangað til ég verð 18 þannig að hún ætti hvort sem er að sjá mér fyrir húsnæði þar sem hún er forráðamaður minn? Og mig langar líka að vita um rétt minn til meðlags eftir 18 þar sem ég er í námi, ég hef heyrt að ef maður er að vinna með skóla þá fái maður þau ekki? Og ef ég flyt út skiptist þá meðlagið á milli mömmu og pabba? Ég hef nefnilega verið að hugsa um það, þar sem það er allt í rugli heima, mamma mín hefur óbeit á mér og þar sem ég er með ofnæmi fyrir köttum þá elskar hún þá og er með 6 ketti á heimilinu og ég get einfaldlega ekki andað með nefinu útaf því og hún neitar að láta kettina fara... Ef þú gætir hjálpað mér að fá réttindi mín á hreint varðandi allt þetta þá væri það æðislegt og mundi hjálpa mér ótrúlega mikið, því ástandið er þannig heima að mér líður bara illa þarna, allt í drasli náttúrulega útaf þessum köttum og ég þoli ekki drasl, mamma mín kemur alltaf illa fram við mig og ég bara verð að losna undan þessu. Það er 1 og hálfur mánuður í að ég verð 18.

Síða 8 af 9

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica