Fjölskylda : Búið að henda mér út

Hvað get ég gert ef það er búið að henda mér út?

Fjölskylda : Sjálfsaflafé - Umgengni

Á pabbi minn rétt á því að taka tölvuna mína af mér sem ég keypti fyrir mína eigin peninga sem ég vann mér inn fyrir sjálf ? Og á ég rétt á því að ef foreldrar mínir séu að fara að skilja, og ég og systir mín eigum að heimsækja pabba aðra hverja helgi, á ég þá rétt á því að heimsækja hann ekki... aldrei... ?

Fjölskylda : Má henda mér út án ástæðu? - Mega foreldrar vaða inn í herbergið mitt?

Getur mamma mín hent mér út án ástæðu, og hefur mamma mín rétt á að kenna mér um allt það slæma sem gerist í lífi hennar? (það koma engin önnur hennar börn til greina að gera það nema ég af fáranlegum ástæðum).

Hefur hún mamma og stjúppabbi minn rétt á því að fra inní læst herbergið mitt eða ólæst herbergið mitt og vaða í allt? Væri mjög gott að fá svör sem fyrst. :) Og eitt enn hvar er barnaverndarnefndin á Akranesi?

Fjölskylda : Rifrildi - Heimilisofbeldi

Hææ ég er að senda hérna fyrir vinkonu mína.. en við erum að spá er það heimilisofbeldi að hafa þurft að þola eit og hálft ár að rífast við foreldra sína svona 4-5 sinnum í viku,, endaði svo eiginlega alltaf með ógnum eða hótunum..

:S hún vildi fremja sjálfsmorð en það var hringt í barnaverndarnefnd þannig að hún er á lífi ennþá.. en málið er að það var bara hringt einu sinni og svo allt búið.. mér þykir mjög vænt um hana og ég veit ekki hvað hún á að gera.. hún hefur verið að tala við kennarann okkar.. og hann sendi hana til sálfræðings í skólanum til að gá hvort hún væri þunglynd.. hún er ekki alvarlega þunglyndi en með hræðslu, kvíða og depurð.. og háu stigi.. en hún vill ekki láta hringja heim til sín.. því hún var lamin eitthvað smávegis þegar það var hringt síðast heim... er þetta mjög alvarlegt heimilisofbeldi??

hvað á ég að gera fyrir hana?? Vantar hjálp til að hjálpa henni.. get ekki horft á hana á msn.. 

Fjölskylda : Ábyrgð foreldra

Hver er ábyrgð foreldra?

Fjölskylda : Kynferðisleg misnotkun í æsku

Ath. Þetta erindi hefur verið stytt af umboðsmanni barna.

Veit ekki hvernig ég á að orða þetta, en ég geri mitt besta, þegar ég var yngri var mér ekki beint nauðgað, veit ekkert hvernig a að kalla þetta, en þaðvar frændi minn sem bauð mér með sér heim að gefa kettinum, og hann fór með mig inní rúm, lagðist ofan á mig og ... lét mig horfa a klámspólu, og lét mig velja hvaða stellingu ég vildi (ég var ekki nema 4-5) og einnig klamblöð, þetta gekk í alllangan tima, þar til bræður minir fóru að gera svipað ... Ég sagði mömmu og pabba, þetta fór til barnaverndarnefnd, og allt, en svo áttaði eg mig a þvi að ég væri að rústa fjölskyldunni, og ég vildi ekki hafa það a samviskunni að hafa gert það! Þannig eg laug að þeim og saðgi að ég hefði logið þessu öllu saman. Ég lokaði mikð á þetta, og næstum gleymdi því, ekki fyrr en nuna þegar ég var 13 þetta fór að rifjast mikið upp þessir tímar (það sem ég man, náði svo mikið að loka a þetta). En eg fór að taka eftir þvi, eg leita soldið eftir ást hjá strákum, strákum sem vilja meira með mig að hafa, en þetta sem mér var gert í barnæsku!  Liggja í faðmlagi, og láta elska mig, er þetta eðlilegt? Og hvað á ég að gera? Á ég að fara til allra og segja að eg hafi verið að ljúgja? Getur ástæðan að eg byrjaði að reykja útaf eg fór að rifja þetta upp??

Fjölskylda : Hvað get ég sagt við ömmu?

Hæhæ amma mín er mjög góð. En ég er nýhætt að æfa íþrótt ég vil helst bara að gleyma henni. Hvað get ég sagt við hana ömmu mína svo að hún skilja það að ég vilji láta hætta tala um það??

Fjölskylda : Umgengni

Foreldrar mínir eru skilin og ég spyr hvenær má ég hætta að ferðast á milli Akureyrar og Húsavíkur?

Fjölskylda : Veit ekki hvort ég má segja öðrum að bróðir minn er samkynhneigður

Halló. Stóri bróðir minn er samkynhneigður, sem er ekkert mál mig fyrir mig og ég elska hann og allt það. Málið er bara það að mamma og pabbi eru þannig að þau segja aldrei neitt. Þau elska hann alveg og virða og eru í '78 samtökunum en málið er að engin annar í fjölsk. veit það held ég. Alla vegna vita amma og afi það ekki. Amma min spurði um daginn mig hvort hann ætti kærustu og ég sagði bara nei. Hvað á ég eigilega að segja ? Svo er fullt af fólki að spyrja mig hvort hann sé hommi og ég veit ekkert hverju ég á að svara. Ég meina, ég skammast mín ekkert en samt veit ég ekki hverju ég á að svara.

Svo tala sumir í bekknum minum um "ógeðslega homma" og þannig og ég fer í hnút, langar mest að fara að grenja eða brjálast. Kennararnir hafa tekið eftir því og skamma þá og þannig. En bara...t..d sagði vinkona min sem veit ekki að hann er hommi, að henni fyndist hommar ógeðslegir. Og ég varð auðvitað sár og reið og spurði af hverju, og hún hálf svaraði ekki. ég svaraði með einhverju og hún hefur ekki sagt neitt síðar. Svo t.d. talar einn strákur illa um homma en hann veit ekki að stóri bróðir hans er hommi og það má víst ekki segja honum það vegna þess að hann lítur upp til hans. Hvað á ég eigilega að gera? Ég skammast min ekkert, en bara....

Fjölskylda : Heimilisofbeldi. Langar ekki að búa heima lengur

Málið er að ég hef verið beitt líkamlegu ofbeldi af fósturmömmu minni í hálft ár. Ég fór til barnaverndar og tilkynnnti það. Svo var tekið viðtal við foreldra mína og mig. og síðan var málið látið falla niður. Mig langar ekki að búa heima hjá mér lengur. Ég vil strjúka eða fara í eitthvað athvarf fyrir unglinga. Ég var að spá hvort að það væri eikvað unglingaathvarf í Kópavogi eða Reykjavik fyrir unglinga sem vilja ekki búa heima hjá sér lengur? Ofbeldið heldur áfram og stundum ögra ég mömmu minni að halda áfram. Ég veit að ég á ekki að gera það. Svo á kvöldin þá segir hún fyrirgefðu, og svo heldur það áfram næsta dag. Pabbi minn er hættur að grípa inn í. Nú fer hann bara á bar, þegar mamma mín lætur sona.. Hvað á ég að gera? Mig langar mest að fara í athvarf lengst í burtu frá foreldrum mínum.. eða bara deyja... Hjálp!

Fjölskylda : Vika - vika eða önnur hver helgi í umgengni?

Mig langar að vita hvort það sé betra að vera eina og eina viku til skiptis hjá foreldrum mínum eða aðra hvora helgi? Hvort er mælt með svona almennt?

Fjölskylda : 16 ára foreldri

Er ekki rétt hjá mér að barn hefur rétt á því að vera hjá báðum foreldrum sínum, séu þeir ekki fráskildir? Getur Féló bannað foreldri að umgangast hitt foreldrið, ef annað foreldri er aðeins 16 ára?

Fjölskylda : Vill flytja að heiman - Var misnotuð

Ok hérna ég er með smá vanda og vil fara að heiman. Ég veit að ég er of ung og svona rugl!! En mér finnst ég hafa alveg næga ástæðu!!  Ég get ekki lengur horft framan í mömmu mína og með hverjum degi sem að ég þarf að vera með henni þá fer ég bara að hugsa um það sem hún sagði og gerði ekkert í....

það sem að hún veit er að pabbi systur minnar var að misnota mig og henni er víst alveg sama.. En það er of seint að kæra þetta núna.. en bara ég er búin að gefast upp á að vera hérna er ekki einhver smuga á því að ég geti farið að heima einu ári fyrr??

Fjölskylda : Vil ekki búa með stjúppabba mínum

Sko einu sinni þá tók fósturpabbi minn mig upp á bolnum sleit hálsmenið sem að ég var með um hálsinn og sló mig utanundir. Mamma mín horfði á og gerði ekki neitt.

OG svo eru þau búin að banna mér að hitta langlanglang bestu vinkonu mína .. .[erindi stytt af umboðsmanni barna] ... Ég vil bara ekki lifa lengur nema fyrir vinkonur mínar.  Ein þeirra er búin að styðja mig í gegnum allt ílífinu síðan við kynntumst en samt sem áður vil ég ekki búa heima hjá mér á meðan að fósturpabbi minnn býr þar!!!

Fjölskylda : Á afmæli seint á árinu. Hvað með útivistarstíma?

Mamma þarf alltaf að láta eins og ég sé einu ári yngri en ég er af því að ég á afmæli soldið seint á árinu !  Ég er búin að reyna að segja henni að ég líti á mig ekki einu ári yngri en hún segir alltaf að ég sé ennþá 12 ára.  Hún leyfir mér t.d. ekki að vera til kl.10 á kvöldin frá 1.september-1.maí, bara til kl.8 !  Hvað á ég að gera ?

Fjölskylda : Friðhelgi einkalífs og MSN

Mamma og pabbi skoðuðu msn samtölin mín, mega þau það?  Ég tala mjög mikið um persónulega hluti á msn og svoleiðis, þannig að mér finnst þetta mjög óþæginlegt.

Síða 7 af 9

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica