Fréttir (Síða 41)

Fyrirsagnalisti

28. maí 2018 : Samstarf Hagstofu Íslands og umboðsmanns barna - fréttatilkynning

Umboðsmaður barna leitaði síðastliðið haust eftir samstarfi við Hagstofuna um að teknar væru saman hagtölur sem snerta sérstaklega stöðu barna í íslensku samfélagi. Yfirlýsing þess efnis var undirrituð fyrr í dag.

25. maí 2018 : Dagur barnsins

Dagur barnsins er á sunnudaginn 27. maí næstkomandi. Á þeim degi er tilvalið fyrir foreldra og aðra uppalendur að leggja frá sér aðrar skyldur ef mögulegt er og gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum sínum.

23. maí 2018 : Krakkakosningar 2018

Kosningar til sveitarstjórnar eru nú handan við hornið en þær fara fram laugardaginn næsta. Enn á ný er því blásið til Krakkakosningar og verða þær nú haldnar í fjórða sinn. Framkvæmd þeirra eru hins vegar með öðru sniði en undanfarið þar sem kosningar til sveitarstjórnar í 73 sveitarfélögum eru flóknari í allri umgjörð.

16. maí 2018 : Fulltrúar Ráðgjafarhópsins fræða um Barnasáttmálann

þann 8. maí sl. stóð velferðarráðuneytið fyrir opinni ráðstefnu um Snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi. Á þeirri ráðstefnu voru fulltrúar Ráðgjafarhóps umboðsmanns barna þær Auður Bjarnadóttir og Þórdís Ösp Melsted með erindi.

7. maí 2018 : Tilmæli Evrópuráðsins um börn fanga

Á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins þann 4. apríl síðastliðinn voru samþykkt tilmæli um börn sem eiga foreldri í fangelsi. Í reglunum er áréttað að börn sem eiga foreldri í fangelsi eigi að njóta sömu réttinda og öll önnur börn.

4. maí 2018 : Embætti umboðsmanns barna á faraldsfæti

Embættið hefur verið á faraldsfæti undanfarið og heimsótt nokkra skóla og stofnanir en það er mikilvægur hluti af starfsemi umboðsmanns barna að vera í góðum tengslum við þá aðila sem vinna að málefnum barna.

30. apríl 2018 : Álitaefni um brottnám líffæra, 22. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um álitaefni í tengslum við 22. mál um brottnám líffæra. Umsögn sína um þetta álitaefni veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 27. apríl 2018.
Síða 41 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica