18. maí 2018

Lýðræðisþing barna í Landakotsskóla

Lýðræðisþing í Landakotsskóla

Landakotsskóli í samráði við umboðsmann barna og UNICEF skipulagði  Lýðræðisþing barna sem var haldið í Landakotsskóla dagana 15. til 17. maí sl. Lýðræðisþingið var haldið með þátttöku nemenda í 7. og 8. bekk og 4. – 5. bekk.

Lýðræðisþingið var tvískipt. Á þriðjudegi hélt umboðsmaður barna ásamt ungmennum úr Ráðgjafarhóp umboðsmanns erindi um hópinn og hagnýt atriði sem snúa að fundarstjórn. Handbók hópsins, sem er aðgengileg hér var notuð til hliðsjónar. Þá fór fulltrúi UNICEF yfir þær leiðir innan skólans sem hægt er að nýta sér til þess að koma málum á dagskrá og þær kortlagðar. Þessi fræðsla var fyrir nemendur í 7. og 8. bekk.

 

Lydraedisthing01

 

Á miðvikudeginum var leitað til 4.-5. bekkinga og þau beðin um tillögur að málefnum innan skólans sem þau mundu vilja ræða.

Á fimmtudeginum var öllum skipt í hópa og 7.-8. bekkingar voru frundarstjórar í hverjum hópi og kennarar fundarritarar og málin rædd sem 4.-5. bekkingar vildu ræða.

Unnið  var út frá hugmyndafræði um lýðræðiskaffi (e. world café) og mun Landakotsskóli nýta þær hugmyndir og sjo´narmið sem fram koma frá börnunum eftir barnaþingið í stefnumótun um málefnin sem voru rædd.

Landakotsskóli er fyrsti skólinn þar sem þetta er gert með þessum hætti. Vonir standa til að hægt að fleiri skólar nýti sér þessa leið til að veita börnum tækifæri til að tjá sig um þau málefni sem þau varða. Áætlað er að Lýðræðisþing verði fastur liður í starfi Landakosskóla. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica