16. maí 2018

Fulltrúar Ráðgjafarhópsins fræða um Barnasáttmálann

þann 8. maí sl. stóð velferðarráðuneytið fyrir opinni ráðstefnu um Snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi. Á þeirri ráðstefnu voru fulltrúar Ráðgjafarhóps umboðsmanns barna þær Auður Bjarnadóttir og Þórdís Ösp Melsted með erindi.

Fulltrúar Ráðgjafarhópsins fræða um Barnasáttmálann

þann 8. maí sl. stóð velferðarráðuneytið fyrir opinni ráðstefnu um Snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi. Á þeirri ráðstefnu voru fulltrúar Ráðgjafarhóps umboðsmanns barna þær Auður Bjarnadóttir og Þórdís Ösp Melsted með erindi. Þar fjölluðu þær um réttindi barna og hvernig hægt er að eiga samtal við börn og ungmenni um málefni sem varðar þau beint. Umboðsmaður barna er mjög stoltur af frammistöðu þeirra. 

Það er nauðsynlegt að þeir sem vinna að málefnum barna séu meðvitaðir um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi þann 20. febrúar 2013 og innihald hans. Auður og Þórdís fjölluðu ítarlega um sáttmálann, leiðréttu misskilning og náðu afar vel til ráðstefnugesta sem gáfu erindi þeirra mjög góðan gaum. 

 

Thordis Og Audur Simbi04


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica