Dagur barnsins
Dagur barnsins er á sunnudaginn
Dagur barnsins er á sunnudaginn 27. maí næstkomandi. Á þeim degi er tilvalið fyrir foreldra og aðra uppalendur að leggja frá sér aðrar skyldur ef mögulegt er og gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum sínum.
Mynd: Benjamin Suomela / Norden.org
Það er fátt jafn mikilvægt fyrir börn og að njóta jákvæðrar samveru með fjölskyldunni sinni. Hún felur í sér töluverða forvörn og ýtir undir sterkari tengsl og jákvæð samskipti milli foreldra og barna.
Mynd: Karin Beate Nøsterud / Norden.org
Eitt af því sem hægt er að gera á þessum degi er góð útivera með börnunum. Það er fátt eins hressandi og góð útivera þar sem oft er allra veðra von. Sú staðreynd hefur kennt okkur að vera við öllu búin þannig að hægt sé að takast á við sól, rigningu, vind eða snjókomu allt á sama degi. Útivera veitir því ekki einungis gleði og gerir okkur rjóð í vöngum heldur felst í henni dýrmæt lexía. Sú lexía er að vera við öllu búin.
Mynd: Benjamin Suomela / Norden.org
Á degi barnsins nú á sunnudaginn er því tilvalið fyrir alla krakka að drífa fullorðna fólkið út og eiga frábæra stund sama. Hér eru nokkrar hugmyndir um það sem hægt er að gera úti.
- Það er í lagi að verða blaut, óhrein og drullug (drullaðu þig út).
- Skipuleggið útileikjadag með vinum.
- Gróðursetjið tré eða blóm.
- Kannið náttúruna, annaðhvort nálægt eða fjarri heimilinu. Náttúran er nær en þú heldur.
- Farið í göngu- eða hjólatúra með fjölskyldunni.
- Farið í lautarferð eða borðið úti í garði.
- Farið saman í ævintýralegan þrautaleik.
- Farið út með krukku og safnið smáhlutum úr náttúrunni eða skordýrum.
Þessar og fleiri hugmyndir fá finna hér á þessari vefsíðu. Þá hvetjum við ykkur til að fara á vefinn og leita að fleiri hugmyndum um útiveru því þær eru óteljandi.
Til hamingju með dag barnsins!