Krakkakosningar 2018
Krakkakosningar
Kosningar til sveitarstjórnar eru nú handan við hornið en þær fara fram laugardaginn næsta. Enn á ný er því blásið til Krakkakosningar og verða þær nú haldnar í fjórða sinn. Framkvæmd þeirra eru hins vegar með öðru sniði en undanfarið þar sem kosningar til sveitarstjórnar í 73 sveitarfélögum eru flóknari í allri umgjörð.
Lögð hefur verið áhersla á að leita eftir sjónarmiðum barna á þeim málefnum sem eru á sviði sveitarstjórnar s.s. skólamál, leikskólamál, íþróttastarf, skipulagsmál og umhverfismál. Þetta er í anda Krakkasvarsins þar sem krakkar í grunnskólum landsins svara spurningu, taka upp svarið, klippa saman og senda áfram á Krakkafréttir.
Hér á vef KrakkaRÚVs má sjá þau myndbönd sem bárust.
Einnig var boðið upp á að senda svör á skriflegu formi. Tvö svör bárust frá 7. bekk í Lundaskóla og frá nemendum í 7. og 8. bekk Laugarlækjarskóla. Þau bréf birtast hér fyrir neðan.
Krakkakosningar 2018
Svör frá nemendum í 7. og 8. bekk, Laugalækjarskóla
- Ef við værum borgarstjóri myndum við leggja meiri áherslu á að kenna börnum muninn á kynferðislegu ofbeldi/áreitni og misskilningi. Líka að taka harðar á kynferðisofbeldi sem er alvarlegt eða sannað.
- Það sem er mikilvægt að laga í okkar hverfi, Laugarneshverfinu, er að passa betur upp á fíkniefnanotkun og útbreiðslu. Það þarf líka að passa það hvað er auðvelt fyrir börn og unglinga að ná í alls konar vímuefni og á vinsældarlista margra eru m.a. rafsígarettur.
P.s. Það þarf að lækka verðið í 10-11 eða að fá aðra ódýrari sjoppu með góðum vörum.
Sigga, Sunna, Mirra, Elísabet, Sigrún í 8. L
-----------------------------
- Lower the price on houses so parents have more money for food, school supplies and clothes.
- Give more money to the schools so they can buy the school supply for kids.
- More road trips so they can learn about what´s going on in the outside world.
- Help pay the kids for after school activities.
- Give honor scolarships to the best students.
- Give more classes to kids with learning difficulties or learning disabilities.
The most important thing is for people to be nice and respectful to everybody.
We know we´re just kids but we hope we can help change Iceland for the better.
Ana Maria & Aron Daníel í 8. L
-----------------------------
- Stækka Laugarnesskóla.
- Hætta með róludæmið.
- Fleiri ruslatunnur og betri flokkun.
- Umferðarljós á gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegs.
- Konur og karlar fái jöfn laun.
- Frítt til læknis fyrir alla undir 18 ára.
- Setja dömubindi á almenningssalerni.
- Fjölbreytt meðlæti í alla skóla, t.d. salatbar.
Silja, Álfrún, Freyja, Bergey og Auður í 8. L
-----------------------------
Ef við værum borgarstjórar myndum við byggja íþróttahöll fyrir Ármenninga og minnka heimanám til muna. Einnig myndum við fylla upp í allar holur á götunni og bæta umhverfið með fleiri ruslatunnum.
Vote 4 us: Teitur, Benni, Fannar og Svavar 8. L
-----------------------------
- Hafa klukkudag og þakka fyrir klukkurnar.
- Peninga fyrir allan lærdóm.
- Krakkarnir boxa fyrir frægð í skólum.
- Velja brautir á unglingastigi.
- Lærdómsríkara nám.
Sindri, Þorgeir og Linda í 8. A
-----------------------------
- Ef við værum borgarstjóri þá myndum við lækka verð á íbúðum, hækka laun hjá ljósmæðrum og kennurum og byggja fleira húsnæði fyrir fólk. Lækka laun hjá alþingismönnum og nota þann pening í eitthvað sem er mikilvægara. Alþingismenn eru með há laun miðað við ljósmæður og kennara.
- Breyta óþarfa hótelum í húsnæði fyrir heimilislausa.
Krakkar í 8. U
-----------------------------
- Við viljum setja lög um að það þurfi að flokka rusl, ef maður flokkar rusl ekki þá fær maður sekt.
- Lækka verð á mat.
- Banna heimanám.
- Jafnfrétti.
Laufey, Hanna, Nadía, Mónika og Guðrún í 8. A
-----------------------------
- Frítt í strætó.
- Fleiri ruslatunnur, hreinar gangstéttir.
Stelpur í 8. A
-----------------------------
- Laga götur og göngustíga, menga minna, flokka allt á Sorpu og veitingastöðum. Vantar fleiri endurvinnslutunnur og lækka verð á þeim. Fá nýjan 17. júní hól. Lækka skatta, frítt í strætó, fleiri stæði (bíla). Ekki hafa rónahús í fjölskylduhverfum. Hækka eftirlaun. Fleiri pláss í leikskólum.
- Laga göturnar, fleiri skólar og leikskólar.
Dóra og Hildur í 8. A
-----------------------------
- Hafa sérstaka skóla fyrir útlendinga/innflytjendur.
- Hjálpa fátækum.
- Build more places outside to have fun or relax, for example gardens or parks.
- Make some place for meetings for young people where they can do something like play in games or just talk.
Aya og Zaneta í 8. L
-----------------------------
Ódýrari íbúðir.
Strákar í 8. A
-----------------------------
Ef við værum borgarstjórar myndum við hafa múffu mánudaga og múffu miðvikudaga!
- Og líka frítt í strætó.
- Við viljum líka að það verði fjölbreyttari námsgreinar eins og kynjafræði, næringarfræði, íþróttafræði, lífsleikni og heimilisfræði og betri inni körfuboltavelli í hverfið þar sem maður getur leikið sér án þess að það sé æfing. Og læra á ipödum!
Orri, Emil, Nói og Freyr í 8. U
-----------------------------
- Hækka laun og hækka smá verð, þá verðum við ríkari í öðrum löndum eins og í Svíþjóð.
- Við viljum ódýrara húsnæði.
- Frítt í strætó eins og á Akureyri.
- Meira val í skólum.
Dagur, Eik, Kjartan og Marco í 7. U
-----------------------------
- Innanhússgervigrasavöll fyrir Þrótt.
- Lækka skatta.
- Fjölga rafhleðslustöðvum fyrir rafbíla.
- Stöðva óþarfa samskipti við Bandaríkjaforseta.
- Fá Walmart í hverfið.
- Krakkar fái laun til að fara í skóla.
- Fá McDonalds aftur til Íslands.
- Betri mat í skólum.
Krakkarnir í 7. L
--------------------------------------------
- Setja fleiri ruslatunnur.
- Setja betra malbik á göturnar.
- Snyrtilegri sundlaugar.
- Hugsa betur um grasið.
Elín, Freyja, Garpur og fleiri krakkar í 7. A
Frá 7. bekk Lundaskóla
Hvað væri það fyrsta sem þú gerðir til að gera samfélagið barnvænna?
Gera skemmtistað fyrir krakka svo þeim leiðist ekki yfir daginn. Þar ætti að vera
- Trampólín
- Keila
- Karfa
- Lacertag
- Veitingastaður/ís
- Dýragarður
Hækka launin fyrir kennarana til að fá fleiri góða - það er mun erfiðara að vera kennari en það virðist vera
Gera betri leikvelli og fleiri fótboltavelli
Hafa frítt fyrir 8 ára börn og yngri, í íþróttir – meðan þau eru að prófa og finna út hvaða íþrótt þau vilja æfa.
Ekki byggja íbúðarhús á Akureyrarvöllum (klappirnar við háskólann). Margir nota þetta svæði fyrir útivist og náttúran er svo falleg þar.
Gera skólahreystivöll
„Lögleg“ svæði fyrir fólk sem vill gera graffiti. Þá er hægt að koma í veg fyrir að fólk spreyi annar staðar
Hvað er mikilvægast að laga í þínu hverfi /bæ?
- Setja skatta á bensín- og olíubíla og lækka gjöld á rafmagnsbílum
- Setja fleiri ruslatunnur á ljósastaurana
- Stækka Akureyrarflugvöll og opna fyrir utanlandsflug
- Hætta að nota plastpoka og plaströr og nota margnota í staðinn
- Gera innanhúsvöll hjá KA
- Lækka hámarkshraða og laga umferðarljós
- Tengja skip við rafmagn þegar þau koma að bryggju svo þau brenni ekki olíu
- Gera ylströnd við Drottningarbraut
- Hafa betri skólamáltíðir
- Fleiri hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla
- Fleiri opin svæði
- Búa til handboltavelli eins og sparkvellina sem krakkar geta alltaf leikið sér á
- Hanna ruslafötur með körfuboltagrind
- Láta bæinn bjóða upp á hjól til að fleiri hjóli og færri keyri
- Hafa vatnsvélar út um allt til að fólk drekki meira vatn
- Setja upp fleiri „sígarettustaura“ það eru svo margir stubbar á jörðinni
- Setja upp fleiri flokkunarstöðvar og taka ruslið oftar
- Reyna að fækka flugeldum sem menga mikið
- Bæta strætókerfið
- Rafmagnsstrætóar
- Aðstoð fyrir fólk sem vill hætta að reykja og nota dóp
- Endurnýja leikvelli
- Undirbúa krakka betur fyrir framhalds- og háskóla
- Betra strætókerfi
- Fleiri bílastæði
- Fleiri mínígolfvelli
- Hafa minni heimavinnu í skólum og styttri skólatíma
- Endurnýja innréttingar í sumum skólum
- Lengja skóladaginn um 15-30 mín og sleppa heimavinnu
- Fleiri strætóferðir
- Hafa rútu sem gengur upp í Hlíðarfjall
- Ekki byggja hús allstaðar – hafa fleiri náttúruleg svæði
- Betri/fleiri tölvur í skólana