Fréttir (Síða 38)

Fyrirsagnalisti

8. nóvember 2018 : Fundur um atvinnuþátttöku barna

Í dag var haldin fundur um atvinnuþátttöku barna á vegum umboðsmanns barna og Vinnueftirlitsins,

31. október 2018 : Fulltrúar á ráðstefnu Eurochild um þátttöku barna

Salvör Nordal, umboðsmaður barna tók þátt ásamt tveimur fulltrúum úr Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna í ráðstefnu Eurochild sem fjallar um þátttöku barna. Ráðstefnan er haldin í borginni Opatija í Króatíu og voru þátttakendur um 300 frá 39 löndum og þar af um 100 börn.

30. október 2018 : Atvinnuþátttaka barna - umgjörð, viðhorf og eftirlit

Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið standa fyrir fundi fimmtudaginn 8. nóvember milli kl. 14:30 og 17:15 á Hótel Natura. En mikil atvinnuþátttaka barna hér á landi vekur upp spurningar um hvernig þau eru undirbúin undir margvísleg störf, hvernig eftirliti er háttað, þekkingu atvinnulífsins á þeim reglum sem gilda um vinnu barna og þekkingu barnanna sjálfra á réttindum og skyldum.

26. október 2018 : Innöndunartæki fyrir börn greidd að fullu

Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra munu sjúklingar með slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis) fá innöndunartæki og nauðsynlega fylgihluti sér að kostnaðarlausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu sem er birt á vefsíðu Stjórnarráðsins.

22. október 2018 : Frumvarp til laga um mannanöfn, 9. mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um mannanöfn, 9. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 22. október 2018.

17. október 2018 : Breyting á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 (barnalífeyrir), 12. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingarnr. 100/2007 (barnalífeyrir), 12. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 17. október 2018.
Síða 38 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica