Fréttir (Síða 39)
Fyrirsagnalisti
Aðstaða nemenda sem ekki eru í mataráskrift
Í lok mars barst erindi frá barni varðandi aðstæður í skólamötuneyti þar sem bent var á að nemendur sem ekki eru í mataráskrift fái ekki að sitja við hlið samnemenda í matsal skólans. Bréfið má lesa hér í heild sinni.
Vegna vistunar barns í fangaklefa
Í annað skipti á árinu berast fréttir í fjölmiðlum um að barn sem glímir við alvarlegan fíknivanda sé vistað í fangaklefa lögreglunnar þar sem ekki voru til staðar viðeigandi úrræði. Umboðsmaður barna lítur málið afar alvarlegum augum og skorar á stjórnvöld að tryggja börnum þá vernd og ummönnun sem velferð þeirra krefst.
Fundur tengslanets evrópskra umboðsmanna barna (ENOC) í París
Salvör Nordal, umboðsmaður barna tók þátt í fundi ENOC sem haldinn var í París í síðasta mánuði. Á fundinum voru samþykktar ályktanir um ýmis réttindi barna sem hægt er að lesa nánar á vefsíðu Enoc.
Þátttaka í sérfræðihóp fatlaðra barna og unglinga
Við erum að leita eftir þátttakendum í sérfræðihópana, strákum á aldrinum 12 til 15 ára og stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára.
Frumvarp til laga um þungunarrof - samráðsgátt
Eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um þungunarrof sendi umboðsmaður barna á samráðsgátt stjórnvalda þann 4. október 2018.
Fræðsluefni um Barnasáttmálann - samstarfssamningur undirritaður
Í gær var áframhaldandi samstarfssamningur undirritaður milli Barnaheilla - Save the children á Íslandi, Menntamálastofnunar, umboðsmanns barna og Unicef á Íslandi í tengslum við náms- og fræðsluvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og útgáfu bæklinga og veggspjalds um Barnasáttmálans.
Fundur með menntamálaráðherra
Umboðsmaður barna og ráðgjafarhópur umboðsmanns barna áttu afar góðan fund með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og hennar föruneyti í dag.
Náum áttum í september
Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður haldinn á Grand Hótel, miðvikudaginn 19. september næstkomandi. Umræðuefni fundarins verður að þessu sinni "Skólaforðun - falinn vandi" sjá auglýsingu hér að neðan.
Norræna barnaverndarráðstefnan - skrifstofan lokuð
Skrifstofan verður lokuð fimmtudag og föstudag (6. - 7. september) vegna norrænu barnaverndarráðstefnunnar.
Síða 39 af 111