24. september 2018

Fundur með menntamálaráðherra

Umboðsmaður barna og ráðgjafarhópur umboðsmanns barna áttu afar góðan fund með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og hennar föruneyti í dag.

Umboðsmaður barna  og ráðgjafarhópur umboðsmanns barna áttu afar góðan fund með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og hennar föruneyti í dag. Fundurinn var tvískiptur þar sem umboðsmaður barna fór fyrst yfir ýmis málefni sem varðar rétt barna til menntunar og þar á eftir tók ráðgjafarhópurinn við fundarstjórn. 

Ráðgjafarhópur ub á fundi með menntamálaráðherra

Umboðsmaður ræddi meðal annars um málefni barna á skólaskyldualdri sem eru utan skóla og um inntak fræðsluskyldunnar frá 16 - 18 ára. Þá var rætt um skólaforðun og hve nauðsynlegt er að taka á henni og vinna með á jákvæðan hátt. 

Ráðgjafarhópur ub á fundi með menntamálaráðherra

Ungmenni úr ráðgjafarhópnum tóku svo við og ræddu meðal annars við ráðherra hvað þyrfti að hafa í huga þegar leitað er eftir röddum ungmenna. Meðal þeirra ráða er að ráðamenn boði fundi á hentugum tíma fyrir ungmenni og að talað sé við þau sem jafningja. 

Ráðgjafarhópur ub á fundi með menntamálaráðherra


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica