31. október 2018

Fulltrúar á ráðstefnu Eurochild um þátttöku barna

Salvör Nordal, umboðsmaður barna tók þátt ásamt tveimur fulltrúum úr Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna í ráðstefnu Eurochild sem fjallar um þátttöku barna. Ráðstefnan er haldin í borginni Opatija í Króatíu og voru þátttakendur um 300 frá 39 löndum og þar af um 100 börn.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna tók þátt ásamt tveimur fulltrúum úr Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna í ráðstefnu Eurochild sem fjallar um þátttöku barna. Ráðstefnan er haldin í borginni Opatija í Króatíu og voru þátttakendur um 300 frá 39 löndum og þar af um 100 börn. 

Á vefsíðu ráðstefnunnar kemur meðal annars fram að skilaboð þeirra barna sem voru þátttakendur að þau voru ekki einungis að huga að sínum eigin réttindum heldur réttindum allra barna í þeirra landi og samfélagi. Helstu atriði sem fram komu í þeirra máli er að það þarf að taka börn og skoðanir þeirra alvarlega. Þá er nauðsynlegt að huga vel að samtal á milli fullorðinna, stjórnmálafólks og barna. Þátttaka barna í ráðstefnu sem þessari gefur mikið vægi í átt að betri Evrópu í framtíðinni.

Þetta er fyrsta ráðstefnan sem umboðsmaður barna býður með sér fulltrúum barna. En embættið leggur mikla áherslu á að börn fái tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri og að þeirra raddir fái gott vægi í samfélaginu. 

Í frumvarpi til breytinga á lögum um umboðsmann barna er gert ráð fyrir að embættið standi fyrir sérstöku barnaþingi á tveggja ára fresti. Þátttaka á þessari ráðstefnu er því góður undirbúningur fyrir þá ráðstefnu.  


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica