30. október 2018

Atvinnuþátttaka barna - umgjörð, viðhorf og eftirlit

Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið standa fyrir fundi fimmtudaginn 8. nóvember milli kl. 14:30 og 17:15 á Hótel Natura. En mikil atvinnuþátttaka barna hér á landi vekur upp spurningar um hvernig þau eru undirbúin undir margvísleg störf, hvernig eftirliti er háttað, þekkingu atvinnulífsins á þeim reglum sem gilda um vinnu barna og þekkingu barnanna sjálfra á réttindum og skyldum.

Mikil atvinnuþátttaka barna hér á landi vekur upp spurningar um hvernig þau eru undirbúin undir margvísleg störf, hvernig eftirliti er háttað, þekkingu atvinnulífsins á þeim reglum sem gilda um vinnu barna og þekkingu barnanna sjálfra á réttindum og skyldum. Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið standa fyrir fundi fimmtudaginn 8. nóvember milli kl. 14:30 og 17:15 á Hótel Natura um þessar spurningar en umboðsmaður barna hefur á síðustu árum fengið margvísleg erindi og ábendingar sem snúa að atvinnuþátttöku barna.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektar á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir 13-15 ára sem umboðsmaður barna stóð fyrir í sumar og einnig kynntar nýjar upplýsingar frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna eftir atvinnugreinum og aldri. Þá fjalla fulltrúar Vinnueftirlitsins um þau lög og reglur sem gilda um vinnu barna og skráningu vinnuslysa. Loks taka til máls fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og segja af reynslu sinni af vinnumarkaði og vinnuskóla.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður með fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Háskóla Íslands, Samtökum atvinnulífsins og VR.

Dagskrá

14:30 - Setning, Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra

14:45 - Arndís Vilhjálmsdóttir, Hagstofan. Aðlögun barna að íslenskum vinnumarkaði

15:10 - Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu. Hvaða reglur gilda um vinnu barna?

15:25 - Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu. Vinnuslys barna og ungmenna

15:40 - Eðvald Einar Stefánsson, sérfræðingur hjá umboðsmanni barna. Úttekt á umgjörð Vinnuskóla sveitarfélaganna

16:00 - Fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna

16:15 - Pallborðsumræður: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri  Samtaka atvinnulífsins, Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

17:00 - Samantekt og fundarlok

 

Fundarstjóri og stjórnandi pallborðs: Salvör Nordal, umboðsmaður barna

Staðsetning: Hótel Natura, Þingsalur 2

Tímasetning: 8. nóvember 2018, kl. 14.30-17.15

 

Þátttaka er öllum endurgjaldslaus en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á fundinn.

Fundinum verður streymt af vefsíðu Vinnueftirlitsins.  Nákvæm slóð verður birt á síðu fundarins á Facebook. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica