Spurt og svarað

Allt sem þú vildir vita

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum. 100% trúnaður.

Sendu okkur spurningu


Heilsa og líðan : Sálrænir og félagslegir erfiðleikar og vannæring

Þetta bréf hefur verið stytt af umboðsmanni barna 

Hæ skólinn er hræðilegur!!!! Ég er í skóla út á landi og það er einhver samkennsla sem er hræðileg. Mér líður einfaldlega illa í skólanum, ég er að farast því ég get ekki lært í skólanum. ÉG er að missa bestu vinnkonu mína og líður hræðilega. Ég er alltaf ein í frímínútum og hef ekkert að gera á daginn. Það er stelpa sem kom í 4. bekk, síðan þá hefur vináttan teigst meira og meira. Svo ég held að ég sé þunglynd ég er alltaf svo brjáluð við mömmu mína og ræð ekkert við það. Mér finnst ekkert gaman að rífast sérstaklega ekki við mömmu mína. Svo á ég erfitt með að sofa og nenni ekki að fara í skólan. Mér finnst lífið tilgangslaust og langar oft að fremja sjálfsmorð og ég er bara 11 ára. Ég á mjög erfitt með að borða og er alltaf svöng, það er eins og maginn neiti því. Ég er 11 ára og er 1,40 á hæð og 26 kg. Þetta gengur ekki lengur mér líður ægilega illa og er að veslast upp, þetta versnar og versnar og er búið að vera svona í 2 vikur og nú borða ég bara einu sinni á daginn. Ég reyni alltaf að gera eitthvað í þessu en það tekst ekki. Mig langar ekki að vera lögð inn um jólin plís plís viltu láta mig fá eitthvað ráð við þessu. Ég er að drepast. 

Fjölskylda : Meðlag - erfiðar aðstæður heima

Hæ! Mamma mín og pabbi skildu fyrir nokkrum árum síðan. Ég var að velta fyrir mér réttindum mínum varðandi meðlagið. Mamma hefur alltaf tekið það og ég hef aldrei séð krónu af þessu meðlagi. Ég þarf að vinna mikið með skóla til þess að geta keypt það sem ég þarf, fatnað, skólabækur og gjöld og jafnvel matinn minn sjálf, lyf o.fl. Þetta bitnar náttúrulega á tímanum sem ég mundi annars nota til að sinna náminu. Einkunnirnar mínar hafa stór lækkað út af þessu á síðustu árum, og ég sé ekki fram á að komast í það sem mig langar í í háskólanum. Þegar ég spyr hana afhverju ég fæ ekki meðlagið til mín eins og önnur vinkona mín og segi henni að peningurinn sé ætlaður mér, þá segir hún að hún noti hann í að borga af húsinu okkar, þannig að óbeint noti hún hann í mig. Mér finnst það bara ekki réttlátt og hefði haldið að það væri framfærsluskylda á mér þangað til ég verð 18 þannig að hún ætti hvort sem er að sjá mér fyrir húsnæði þar sem hún er forráðamaður minn? Og mig langar líka að vita um rétt minn til meðlags eftir 18 þar sem ég er í námi, ég hef heyrt að ef maður er að vinna með skóla þá fái maður þau ekki? Og ef ég flyt út skiptist þá meðlagið á milli mömmu og pabba? Ég hef nefnilega verið að hugsa um það, þar sem það er allt í rugli heima, mamma mín hefur óbeit á mér og þar sem ég er með ofnæmi fyrir köttum þá elskar hún þá og er með 6 ketti á heimilinu og ég get einfaldlega ekki andað með nefinu útaf því og hún neitar að láta kettina fara... Ef þú gætir hjálpað mér að fá réttindi mín á hreint varðandi allt þetta þá væri það æðislegt og mundi hjálpa mér ótrúlega mikið, því ástandið er þannig heima að mér líður bara illa þarna, allt í drasli náttúrulega útaf þessum köttum og ég þoli ekki drasl, mamma mín kemur alltaf illa fram við mig og ég bara verð að losna undan þessu. Það er 1 og hálfur mánuður í að ég verð 18.

Skóli : Óréttlátt að mega bara koma með ávexti í morgunnesti

Við erum tvær 10 ára stelpur.  Okkur finnst óréttlátt að í skólanum okkar megi bara koma með ávexti í morgunnesti því maður verður alltaf svo svangur yfir daginn.

Fjölskylda : Mega foreldrar leita í herbergjum barna sinna?

Mamma var að gramsa í herberginu mínu þegar ég kom heim í gær. Mega foreldrar leita í herbergjum barna sinna? Án þess að barnið viti af því?

Skóli : Ekki nægur stuðningur og aukanámsefni

Okey, þetta á kannski ekki heima herna en eg vil samt spyrja þig kæri umboðsmaður barna... Þannig er mál með vexti í skólanum sem ég er í hef ég beðið um stuðning, aukanámsefni sem er léttara því ég skil ekki némsefnið sem við erum búin að vera i. Ég er nuna i 10.bekk og er alveg 100% viss að ég falli á samrændu prófunum því skólinn minn hefur aldrei gert neitt við því að ég sé léleg i ensku... afhverju? Ber honum ekki skylda að REYNA að gera einhvað fyrir mig? Æji eg veit ekki, vinkona min er alltaf að biðja mig að spyrja aftur og aftur en ég vill bara ekki vera of ágeng. En mig langar samt að ná samrændu... æjh þetta er einhvað svo já... en ber skolanum ekki skylda að gera einhvað?

Ýmislegt : Það hlustar enginn á okkur

Börn eru beitt misrétti. Allir halda að krakkar séu heimskir og vitlausir, það hlustar enginn á okkur og öllum virðist sama. Það er ekki fyrr en við reynum að drepa okkur (af þeirra völdum) sem fullorðna fólkið vill hlusta. Okkur finnst þau ekki hlusta á okkur þegar við tölum saman, allir að horfa á sjónvarpið og enginn nennir að tala... samt segir fólk að við viljum ekki tala, það er út af því að þegar við viljum tala þá eru þau ekki tilbúin að ræða málin... þetta líf er líka erfitt fyrir okkur, það er ekki bara til unglingavandamál heldur fullorðinsvandamál útaf því að þeir skilja okkur ekki því að þau eru annað að gera þegar við reynum að tjá okkur... Við reynum að láta okkur líða vel og bæla niður þessa vanlíðan með því að drekka okkur full og nota fíkniefni. EN einsog ég sagði það eru allir góðir við mann þegar maður er veikur eða á einhvað erfitt. Þá vilja allir hlusta en það er bara of seint... 

Fjölskylda : Ef mamma manns og pabbi myndu deyja, myndir þú þá sjá um börnin og finna heimili handa þeim?

Ef mamma manns og pabbi myndu deyja, myndir þú þá sjá um börnin og finna heimili handa þeim?

Fjölskylda : Um dvalarstað barna

Hæ, ég vil vita hvort börn eigi ekki rétt á því að vera á þeim stað sem þeim líður best.

Fjölskylda : Er allt í lagi að eiga fleiri hunda en börn?

Er allt í lagi að eiga fleiri hunda en börn????  EIN Í VANDA!!!!!!!!

Ýmislegt : Útivistartíminn: Fæðingarár eða afmælisdagur?

hæ.. þetta er kannski ekkert voðalega áríðandi en mig vantar að vita hvernig útivistartíminn er... fer hann eftir fæðingarári eða afmælisdegi. því ég á afmæli svo seint á árinu og má ég þá ekki vera jafn lengi úti og aðrir vinir mínir sem eru búin að eiga afmæli...því foreldrar mínir halda að það sé eftir afmælisdegi en mér var sagt hitt.. og mig langaði að vita hvort væri rétt..

Heilsa og líðan : Langar að vera fullkomin og sæt

Hæjj, frábær síða hjá ykkur!  En hérna ég er 13 ára stelpa og mér finnst ég alveg rosalega feit!!! Ég er kannski ekkert eitthvað feit en mig langar svo að vera svona "purfekt" og sæt!  Hvað á ég að gera?  Ég er alltaf úti að labba og svona en svo stenst ég aldrei það sem er óhollt!!

Fjölskylda : Faðir minn misnotar mig kynferðislega

Faðir minn misnotar mig kynferðislega og drekkur mikið, hvað get ég gert??

Skóli : Kvíðinn og stressaður fyrir próf

Ég get lítið lært fyrir prófin og er mjog kvíðinn og stressaður. Hvað get ég gert?

Heilsa og líðan : Ég gjörsamlega hata lífið

Ég.. gjörsamlega hata lífið.. ég á bara eitt sem ég elska og það er vinur minn..  Ég get ekki sagt vini mínum hvað er að.. mér líður þokkalega illa útaf esus!! :S

Heilsa og líðan : Afi minn var að deyja og ég get ekki náð mér eftir það

Afi minn var að deyja og annar.  Og það var fyrir nánast fjórum mán. ég get alls ekki náð mér eftir það.  Eg er alltaf að hugsa hvernig ég eigi að drepa mig.  Eg sakna þeirra svo.  EG hugsa og hugsa hvernig ég eigi bara að enda þetta líf. Hvað geri ég nú?

Skóli : Vinkona mín er lögð í einelti

Er erfitt að sjá til þess að börnum líði vel í skólum. Ég spyr út að því að vinkona mín er oft lögð í einelti.  Hvað get ég gert til að hún verði ekki lögð í einelti?  Við getum aldrei leikið okkur saman í frímínútum því það er alltaf verið að leggja hana í einelti, takk fyrir mig ég er í 5 bekk.

Síða 28 af 30

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica