Fréttir (Síða 36)
Fyrirsagnalisti
Morgunverðarfundur Náum áttum - Persónuvernd barna
Vakin er athygli á næsta morgunverðarfundi Náum áttum hópsins sem verður miðvikudaginn 20. febrúar klukkan 8:15 - 10:00 á Grand Hótel. Að þessu sinni verður umræðuefnið Persónuvernd barna - áskoranir í skólasamfélaginu.
Drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði
Umboðsmaður barna sendi inn umsögn að drögum að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði, mál nr. 42/2019. Umsögnina sendi umboðsmaður þann 18. febrúar 2019 í samráðsgáttina.
Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni
Embættið hefur gefið út skýrslu um niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um vinnuskóla fyrir ungmenni. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á fundi sem haldinn var þann 8. nóvember 2018 í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og Hagstofu Íslands þar sem sjónum var beint að atvinnuþátttöku barna.
Fyrsti fundur samráðshóps um barnaþing
Fyrsti fundur samráðshóps um barnaþing 2019 var föstudaginn 25. febrúar og var góð þátttaka á þeim fundi.
Merki tengt afmælisári Barnasáttmálans
Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi hafa látið útbúa sérstakt merki tengdu 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári. Merkið mun verða notað á öllum viðburðum og útgáfu tengdum afmælisárinu.
Morgunverðarfundur Náum áttum - jákvæð samskipti í starfi með börnum
Fyrsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður miðvikudaginn 23. janúar nk. Fundurinn hefur yfirskriftina "Jákvæð samskipti í starfi með börnum - samfélag virðingar og ábyrgðar".
Fundur með félags- og barnamálaráðherra
Salvör Nordal,umboðsmaður barna ásamt þeim Ingu Huld Ármann og Auði Bjarnadóttur ungmennum frá ráðgjafarhópi embættisins funduðu með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra fyrr í dag.
Barnasáttmálinn þrjátíu ára á þessu ári
Á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989.
Síða 36 af 111