Merki tengt afmælisári Barnasáttmálans
Á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989.
Þessum merka áfanga verður fagnað með ýmsu móti hér á landi og víða um heim. Öll ríki heims, utan Bandaríkjanna, hafa staðfest sáttmálann og er Barnasáttmálinn á þrjátíu ára afmælinu því orðinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli í heiminum.
Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi hafa látið útbúa sérstakt merki tengdu 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári. Merkið mun verða notað á öllum viðburðum og útgáfu tengdum afmælisárinu.
Hönnuður merkisins er Kristín Jóna.