Fréttir (Síða 35)
Fyrirsagnalisti
Fréttatilkynning: Tíu ára afmæli ráðgjafarhóps - Frú Vigdís Finnbogadóttir verður verndari barnaþings
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fagnar tíu ára afmæli í dag. Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar afmælisgesti en hún hefur samþykkt það hlutverk að vera verndari barnaþings.
Barnasáttmálinn og ofbeldi gegn börnum
Við höldum áfram að birta umfjallanir á ákveðnum greinum Barnasáttmálans. Umfjöllun marsmánuðar er um ofbeldi gegn börnum.
Könnun um skólaforðun
Velferðarvaktin kynnti nýlega niðurstöður könnunar um skólasókn og skólaforðun í grunnskólum landsins. Nánar er fjallað um niðurstöður könnunarinnar á vefsvæði Velferðarvaktarinnar en könnunin var framkvæmd í þeim tilgangi að afla upplýsinga frá skólastjórnendum sem nýst geta við stefnumótun í málefnum barna.
Skýrsla um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016
Skýrsla um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004 - 2016 kom út 28. febrúar 2019. Skýrslan var unnin af Kolbeini Stefánssyni fyrir Velferðarvaktina.
Barnamenningarsjóður auglýsir eftir umsóknum
Barnamenningarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum í sjóðinn. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2019 klukkan 16:00.
Réttur barna til menntunar
Í tilefni af þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans birtast hér mánaðarlega grein þar sem einstökum þáttum Barnasáttmálans er gerð skil. Í febrúarmánuði er sjónum beint að rétti barna til menntunar og markmið menntunar.
Fundur um svefn og klukkubreytingar
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) stóð fyrir fundi um svefnvenjur og klukkubreytingar í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag. Fundurinn var afar vel sóttur og stofan full af áhugasömu ungu fólki.
Drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða
Umboðsmaður barna sendi inn umsögn um drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða, mál nr. 37/2019 þann 20. febrúar 2019.
Birting dóma þegar þolendur eru börn
Embættið hefur ítrekað vakið máls á hvernig birtingu dóma sem varða börn er háttað.
Síða 35 af 111