Fréttir (Síða 34)

Fyrirsagnalisti

14. maí 2019 : Réttur barna til einkalífs

Þann 7. maí sl., birtist grein umboðsmanns barna í Noregi um rétt barna til einkalífs, greinin fylgir hér á eftir í lauslegri íslenskri þýðingu. 

10. maí 2019 : Skólasókn - skólaforðun

Málþing verður um skólasókn og skólaforðun verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík, 20. maí 2019, kl. 08:30-12:00. Samband íslenskra sveitafélaga stendur fyrir málþinginu í samstarfi við Velferðarvaktina og umboðsmann barna.

10. maí 2019 : Raddir fatlaðra barna - félags- og barnamálaráðherra afhent skýrsla sérfræðihóps

Umboðsmaður barna hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum sérfræðihóps fatlaðra barna og unglinga. Þar koma fram ábendingar hópsins um það sem betur má fara í málefnum fatlaðra barna og unglinga. Þær snúa meðal annars að aðgengi, ferðaþjónustu, upplýsingagjöf, tómstundastarfi, fordómum, virðingu í samskiptum, einelti og ofbeldi.

8. maí 2019 : Hlutverk foreldra í forvörnum - morgunverðarfundur Náum áttum

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður miðvikudaginn 15. maí nk. klukkan 8:15 - 10:00 á Grand hótel. Skráning er á heimasíðu Náum áttum hópsins.

4. maí 2019 : Réttindi barna í stafrænu umhverfi - barnaréttarnefnd kallar eftir athugasemdum

Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem fer með eftirlit með Barnasáttmálanum, hyggst gefa út almenna athugasemd um réttindi barna í stafrænu umhverfi. Hún hefur af því tilefni kallað eftir athugasemdum frá öllum sem vilja láta málið til sín taka

24. apríl 2019 : Réttur barna til hvíldar, tómstunda og menningar, 31. gr. Barnasáttmálans

Grein aprílmánaðar fjallar um 31. gr. Barnasáttmálans sem snýr að rétti barna til hvíldar, tómstunda og menningar.

17. apríl 2019 : Viðmið um skjánotkun barna og ungmenna

Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT hafa gefið út viðmið um skjánotkun barna og ungmenna. Skjáviðmiðin eru gefin út fyrir aldursbilin 0–5 ára, 6–12 ára og 13–18 ára.

12. apríl 2019 : Ráðgjafarhópurinn fagnar tíu árum

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fagnaði tíu ára afmæli sínu í gær, 11. apríl, með afmælisveislu í húsnæði umboðsmanns barna. Bæði núverandi og fyrrverandi meðlimum ráðgjafarhópsins var boðið til afmælishátíðarinnar en á þessum tíu árum hefur fjöldi ungmenna tekið þátt í starfi hópsins.
Síða 34 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica