12. apríl 2019

Ráðgjafarhópurinn fagnar tíu árum

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fagnaði tíu ára afmæli sínu í gær, 11. apríl, með afmælisveislu í húsnæði umboðsmanns barna. Bæði núverandi og fyrrverandi meðlimum ráðgjafarhópsins var boðið til afmælishátíðarinnar en á þessum tíu árum hefur fjöldi ungmenna tekið þátt í starfi hópsins.

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fagnaði tíu ára afmæli sínu í gær, 11. apríl, með afmælisveislu í húsnæði umboðsmanns barna. Bæði núverandi og fyrrverandi meðlimum ráðgjafarhópsins var boðið til afmælishátíðarinnar en á þessum tíu árum hefur fjöldi ungmenna tekið þátt í starfi hópsins.

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna var stofnaður í byrjun árs 2009, hann hefur starfað óslitið síðan þá og verið umboðsmanni barna til ráðgjafar um ýmis mál á reglulegum fundum hjá embættinu. Í hópnum eru börn og ungmenni á aldrinum 12 – 17 ára. Við endurskoðun laga um embættið í lok síðasta árs var starf ráðgjafarhópsins lögfest og er ætlunin að efla starf hópsins enn frekar á næstu misserum.

Á afmælishátíðinni voru líflegar umræður um framtíðarsýn hópsins sem og komandi þing um málefni barna – barnaþing sem haldið verður í nóvember á þessu ári í Hörpu. Umboðsmaður barna skipuleggur þingið í samvinnu við ýmsa aðila, m.a. börn. Af því tilefni ávarpaði frú Vigdís Finnbogadóttir afmælisgesti en hún hefur samþykkt að vera verndari fyrsta barnaþingsins. Það er mikill heiður að Vigdís skuli hafa tekið að sér þetta hlutverk því hún hefur ætíð hlúð sérstaklega að málefnum barna og ekki síður verndun umhverfisins en í loftlagsbaráttunni hafa börn skipað sér í framvarðasveit. Gera má ráð fyrir að öll þessi málefni verða í brennidepli á barnaþinginu ásamt öðrum málefnum sem brenna á börnum. 

Nánari upplýsingar um ráðgjafarhóp umboðsmanns barna.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica