21. febrúar 2019

Fundur um svefn og klukkubreytingar

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) stóð fyrir fundi um svefnvenjur og klukkubreytingar í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag. Fundurinn var afar vel sóttur og stofan full af áhugasömu ungu fólki.

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) stóð fyrir fundi um svefnvenjur og klukkubreytingar í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag. Fundurinn var afar vel sóttur og stofan full af áhugasömu ungu fólki. 

Erna Sif Arnardóttir, rannsóknarsérfræðingur ræddi meðal annars um áhrif svefns á frammistöðu og líðan ungs fólks og leiðir til þess að bæta eigin svefn. Þá kom hún inn á nauðsyn þess að hafa alltaf reglu á svefninum og best væri að hann yrði ekki truflaður með löngum síðdegisblundum en ef slíkt er nauðsyn þá hefur kraftblundur (power nap) í 20 - 30 mínútur sömu áhrif og kemur síður í veg fyrir góðan reglulegan nætursvefn. Þá hefur neysla orkudrykkja skaðleg áhrif á svefninn og mælti hún með því að þeim væri hætt eða stillt í mikið hóf.

Björg Þorleifsdóttur tók næst til máls og í hennar erindi kom meðal annars fram að íslensk ungmenni fara mun seinna að sofa og sofa minna en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Dægurklukkan hefur þar nokkur áhrif. 

Í lokin fóru fram líflegar og góðar umræður þar sem Vigdís Sóley Vignisdóttir, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannardóttir og Kristján Helgason úr ráðgjafarhóp umboðsmanns barna og Ólafur Hrafn Halldórsson frá SÍF voru í pallborði ásamt þeim Ernu Sif og Björgu. Það er ljóst að góður nætursvefn skiptir alla máli og það er gott að finna áhuga ungs fólks á þessu máli. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica