3. janúar 2019

Fundur með félags- og barnamálaráðherra

Salvör Nordal,umboðsmaður barna ásamt þeim Ingu Huld Ármann og Auði Bjarnadóttur ungmennum frá ráðgjafarhópi embættisins funduðu með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra fyrr í dag.

Salvör Nordal,umboðsmaður barna ásamt þeim Ingu Huld Ármann og Auði Bjarnadóttur ungmennum frá ráðgjafarhópi embættisins funduðu með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra fyrr í dag. Ásmundur tók við titlinum "félags- og barnamálaráðherra" nú um áramótin og er til marks umm áherslur ráðherrans og ríkisstjórnarinnar um málefni barna og ungs fólks. 

Á fundinum var rætt um helstu áskoranir sem liggja fyrir í nýju ráðuneyti, þrjátíu ára afmæli barnasáttmálans á þessu ári og hvernig best væri að fá fram tillögur og framlag barna og ungmenna í þeirri vinnu sem er framundan. En ráðherra segir nauðsynlegt að átt sé víðtækt samráð, sérstaklega við börn og ungmenni, þegar hugað er að málefnum barna enda eru börn okkar mikilvægustu ráðgjafar. 

 

Sjá frétt á vefsíðu félagsmálaráðuneytisins. 

 

Ub-og-radherra
Frá vinstri: Salvör Nordal umboðsmaður barna, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Auður Bjarnadóttir og Inga Huld Ármann, ráðgjafar í ráðgjafarhóp umboðsmanns barna.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica