Fréttir (Síða 26)

Fyrirsagnalisti

7. september 2020 : Ráðgjafarhópurinn hittist á ný

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittist aftur eftir gott sumarhlé. Í hópnum eru starfandi ungmenn i á aldrinum 12 - 17 ára sem hafa öll brennandi áhuga á réttindum barna og vilja hafa áhrif á samfélagið. 

4. september 2020 : Ársskýrsla 2019 komin út á rafrænu formi

Umboðsmaður barna átti fund með forsætisráðherra og kynnti fyrir henni skýrslu embættisins fyrir árið 2019.

28. ágúst 2020 : Breytingar á viðmiðunarstundarskrá

Embættið sendi inn umsögn sína um tillögur mennta- og menningarmálaráðuneytis um breytingar á gildandi viðmiðunarstundaskrá grunnskóla. 

27. ágúst 2020 : Ábending til sveitarfélaga

Embætti umboðsmanns barna hefur sent bréf til allra sveitarfélaga þar sem minnt er á hlutverk og tilgang ungmennaráða og sérstaklega mikilvægi þess að í ungmennaráðum sitji fulltrúar yngri en 18 ára.

26. ágúst 2020 : Vistun barna í leikskólum

Embættið hefur sent erindi til skrifstofu borgarstjóra vegna vistunar barna í leikskólum borgarinnar og vanskil foreldra.

15. júlí 2020 : Skert starfsemi í sumar

Sumarleyfistíminn er nú genginn í garð og verður starfsemi embættisins því með minna móti í júlí.

14. júlí 2020 : Umboðsmaður leitar að ráðgjöfum

Umboðsmaður barna leitar að fjölbreyttum hópi barna og ungmenna frá 12 - 17 ára til þess að taka þátt í ráðgjafarhópi sínum og vinna að mannréttindum barna og ungmenna á Íslandi. 

13. júlí 2020 : Sumarverkefni

Þrír háskólanemar vinna að mismunandi verkefnum fyrir umboðsmann barna í sumar. Tvö verkefnanna hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og eitt er liður í sumarátaksverkefni Vinnumálastofnunar. 

3. júní 2020 : Ráðgjafarhópur í sumarfrí

Síðasti fundur ráðgjafarhóps umboðsmanns barna var föstudaginn síðasta. Á fundinum var Pálmar Ragnarsson með hvetjandi fyrirlestur fyrir ráðgjafana sem voru svo leystir út í sumarið með viðurkenningu fyrir vel unnin störf. 

Síða 26 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica