Sumarverkefni
Þrír háskólanemar vinna að mismunandi verkefnum fyrir umboðsmann barna í sumar. Tvö verkefnanna hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og eitt er liður í sumarátaksverkefni Vinnumálastofnunar.
Hörn Harðardóttir vinnur að verkefni sem fjallar um „rétt barna til friðhelgi einkalífsins og persónuverndar“ og tekur þar á ýmsum málum er varðar börn og persónuvernd en Hörn ritaði lokaritgerð sína í lögfræðu um þau mál. Guðjón Þór Jósefsson vinnur að verkefni um „þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku“. Guðjón var að klára sitt fyrsta ár í lögfræði en hefur góða reynslu af þátttöku barna og hefur einnig verið virkur í ungmennastarfi. Þessi verkefni hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Þá vinnur Marta Magnúsdóttir að verkefni sem felur meðal annars í sér gerð matsblaðs og spurningarlista fyrir þátttakendur vinnuskólans og leiðir að því hvernig börn og ungmenni geta sjálf haft áhrif á sitt vinnuumhverfi. Við hvetjum vinnuskólastjórnendur og þá sem eru tengdir vinnuskólanum að hafa samband við Mörtu en hún vil gjarnan heyra í sem flestum þeim tengdum.
Við bindum miklar vonir við þeirra framlag og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með þeim í sumar.