Ráðgjafarhópurinn hittist á ný
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittist aftur eftir gott sumarhlé. Í hópnum eru starfandi ungmenn i á aldrinum 12 - 17 ára sem hafa öll brennandi áhuga á réttindum barna og vilja hafa áhrif á samfélagið.
Ráðgjafarhópurinn hittist 3. september og á þessum fyrsta fundi var meðal annars kynning á alþjóðlegu verkefni á vegum ENYA sem hópurinn tekur nú þátt í. Það eru spennandi tímar framundan hjá ráðgjafarhópnum og var það afar ánægjulegt að sjá hve margir nýjir ráðgjafar hafa bæst við hópinn.
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittist að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.