Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fulltrúar á ráðstefnu Eurochild um þátttöku barna

Salvör Nordal, umboðsmaður barna tók þátt ásamt tveimur fulltrúum úr Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna í ráðstefnu Eurochild sem fjallar um þátttöku barna. Ráðstefnan er haldin í borginni Opatija í Króatíu og voru þátttakendur um 300 frá 39 löndum og þar af um 100 börn.

Sjá nánar

Atvinnuþátttaka barna - umgjörð, viðhorf og eftirlit

Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið standa fyrir fundi fimmtudaginn 8. nóvember milli kl. 14:30 og 17:15 á Hótel Natura. En mikil atvinnuþátttaka barna hér á landi vekur upp spurningar um hvernig þau eru undirbúin undir margvísleg störf, hvernig eftirliti er háttað, þekkingu atvinnulífsins á þeim reglum sem gilda um vinnu barna og þekkingu barnanna sjálfra á réttindum og skyldum.

Sjá nánar

Innöndunartæki fyrir börn greidd að fullu

Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra munu sjúklingar með slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis) fá innöndunartæki og nauðsynlega fylgihluti sér að kostnaðarlausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðyneytinu sem er birt á vefsíðu Stjórnarráðsins.  Umboðsmaður barna sendi bréf til ráðuneytisins þann 4. október 2017 með þeirri áskorun að börnum með slímseigjusjúkdóm yrði tryggð lífsnauðsynleg hjálpartæki...

Sjá nánar

Aðstaða nemenda sem ekki eru í mataráskrift

Í lok mars barst erindi frá barni varðandi aðstæður í skólamötuneyti þar sem bent var á að nemendur sem ekki eru í mataráskrift fái ekki að sitja við hlið samnemenda í matsal skólans. Bréfið má lesa hér í heild sinni.

Sjá nánar

Vegna vistunar barns í fangaklefa

Í annað skipti á árinu berast fréttir í fjölmiðlum um að barn sem glímir við alvarlegan fíknivanda sé vistað í fangaklefa lögreglunnar þar sem ekki voru til staðar viðeigandi úrræði. Umboðsmaður barna lítur málið afar alvarlegum augum og skorar á stjórnvöld að tryggja börnum þá vernd og ummönnun sem velferð þeirra krefst.

Sjá nánar

Fræðsluefni um Barnasáttmálann - samstarfssamningur undirritaður

Í gær var áframhaldandi samstarfssamningur undirritaður milli Barnaheilla - Save the children á Íslandi, Menntamálastofnunar, umboðsmanns barna og Unicef á Íslandi í tengslum við náms- og fræðsluvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og útgáfu bæklinga og veggspjalds um Barnasáttmálans.

Sjá nánar