Fréttir


Eldri fréttir: 2012 (Síða 8)

Fyrirsagnalisti

13. ágúst 2012 : Ný dönsk rannsókn um aðbúnað innanhúss í leikskólum

Of mikill hávaði, óæskilegt hitastig og slæm loftræsting eru daglegt brauð fyrir allt of mörg börn í dönskum leikskólum. Ný rannskókn sem unnin var af Barnaráðinu í Danmörku gefur til kynna að aðbúnaður innanhúss í leikskólum landsins sé það slæmur að hann geti haft neikvæð áhrif á heilsu og þroska barna.

13. ágúst 2012 : Samþykki lögheimilsforeldris á breytingu á lögheimili barna

Mögulegt er að flytja lögheimili barns án samþykkis þess foreldris sem barnið á lögheimili hjá. Flutningur lögheimilis barns án samþykkis fer þó aldrei fram án undanfarandi könnunar Þjóðskrár Íslands á því hvar barn hafi fasta búsetu.

3. júlí 2012 : Aðfarargerðir á börnum

Umboðsmanni barna barst mikill fjöldi erinda síðastliðna helgi vegna aðfarargerðar á börnum sem var framkvæmd föstudaginn 29. júní sl. Að því tilefni vekur umboðsmaður barna athygli á tölvupósti sem hann sendi fyrir helgi til sýslumannsembættisins í Kópavogi þar sem aðfarargerðin fór fram.

28. júní 2012 : Upptökur frá málstofu um innleiðingu Barnasáttmálans 5. júní

Nú hafa upptökur af erindunum sem flutt voru á málþinginu um Barnasáttmálann 5. júní verið birtar á Youtube.

8. júní 2012 : Ályktun um vernd barna gegn ofbeldi

Á nýafstöðnum fundi norrænna umboðsmanna barna var samþykkt ályktun um vernd barna gegn ofbeldi.

7. júní 2012 : Fundi norrænna umboðsmanna barna lokið

Nú er lokið árlegum fundi umboðsmanna barna á Norðurlöndunum. Fundurinn fór fram í Reykjavík dagana 4. - 6. júní 2012. Þátttakendur voru umboðsmenn barna á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og í Finnlandi og starfsmenn Barnaráðsins í Danmörku og talsmaður barna í Grænlandi auk nokkurra starfsmanna embættanna.

5. júní 2012 : Skrifstofan lokuð í dag

Skrifstofa umboðsmanns barna verður lokuð í dag, þriðjudaginn 5. júní 2012, vegna málstofu sem embættið stendur fyrir í Þjóðminjasafninu um innleiðingu Barnasáttmálans og funda með norrænum umboðsmönnum barna. Líklegt er að á morgun verði lokað fyrir hádegi vegna funda og heimsókna.

4. júní 2012 : Innleiðing Barnasáttmálans - Málstofa á morgun

Umboðsmaður barna minnir á málstofu um innleiðingu Barnasáttmálans á Norðurlöndunum sem haldin verður á morgun, þriðjudaginn 5. júní, frá klukkan 9:00 til 11:30 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

24. maí 2012 : ,,Skylda fullorðinna að efla börn í því að vera virkir þjóðfélagsþegnar” - Viðtal við Margréti Maríu

Nýlega birtist í Kópavogsblaðinu viðtal við Margréti Maríu Sigurðardóttur umboðsmann barna.
Síða 8 af 14

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica