7. júní 2012

Fundi norrænna umboðsmanna barna lokið

Nú er lokið árlegum fundi umboðsmanna barna á Norðurlöndunum. Fundurinn fór fram í Reykjavík dagana 4. - 6. júní 2012. Þátttakendur voru umboðsmenn barna á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og í Finnlandi og starfsmenn Barnaráðsins í Danmörku og talsmaður barna í Grænlandi auk nokkurra starfsmanna embættanna.

4115025 Img 0278 Norraenn Fundur AllirNú er lokið árlegum fundi umboðsmanna barna á Norðurlöndunum. Fundurinn fór fram í Reykjavík dagana 4. - 6. júní 2012. Þátttakendur voru umboðsmenn barna á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og í Finnlandi og starfsmenn Barnaráðsins í Danmörku og talsmaður barna í Grænlandi auk nokkurra starfsmanna embættanna.

Á fundinum bar hæst málstofa um innleiðingu Barnasáttmálans sem haldin var í Þjóðminjasafninu 5. júní og heppnaðist í alla staði mjög vel. Vinnufundir hópsins voru haldnir í húsnæði umboðsmanns barna en auk þess var farið í heimsóknir í Barnahús og í Hitt húsið þar sem starfsemi húsanna var kynnt. Þá fengu hinir Norrænu umboðmsenn barna kynningu á verkefninu Stjórnlög unga fólksins.

Þessir árlegu fundir eru mjög mikilvægir fyrir umboðsmann barna. Á fundunum er fjallað um þau hagsmuna- og réttindamál barna sem eru efst á baugi í hverju landi og nýjustu verkefnin kynnt. Gott er að geta borið saman bækur sínar og lært af reynslu annarra.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica