Fréttir
Eldri fréttir: 2009 (Síða 10)
Fyrirsagnalisti
Skaðabótaábyrgð barna - Efni
Sjálfboðaliðastarf og gildi þess fyrir forvarnastarf
Skaðabótaábyrgð barna
Málstofa um Skaðabótaábyrgð barna verður haldinn 17. apríl nk. kl. 12.15 í Lögbergi, stofu 101.
Skaðabótaábyrgð barna hefur verið til umræðu í samfélaginu síðustu misseri. Af því tilefni hafa lagadeild Háskóla Íslands og umboðsmaður barna ákveðið að efna til málstofu um efnið.
Leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna
Ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn
Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands bjóða ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga nokkrar helgar í apríl og maí. Í tilkynningu frá þesum aðilum segir að fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafi breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum.
Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð
Umboðsmaður barna fagnar nýrri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð sem miðar m.a. að því að koma á móts við börn og fjölskyldur þeirra í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Við þær aðstæður sem nú eru uppi er sérstaklega mikilvægt að huga að velferð barna og tryggja að öruggt velferðarnet sé til staðar til að koma í veg fyrir að afleiðingar efnahagsástandsins hafi áhrif á líðan þeirra og þroska. Börn eru viðkvæmur samfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og verður að fylgjast náið með líðan þeirra jafnt heima sem í skóla.
Börn í heimsókn frá leikskólanum Hólaborg
Norrænt hollustumerki
Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fylgja nú eftir leiðbeiningum um aukna neytendavernd barna með tillögu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að hann ákveði að tekið verði upp valfrjálst hollustumerki að sænskri fyrirmynd eins og Danir og Norðmenn hafa nýverið gert.
Ofbeldi og slys á börnum
Lýðheilsustöð og Slysavarnarráð efna til morgunverðarfundar miðvikudaginn 25. mars nk. á Grand hótel Reykjavík. Efni fundarins er ofbeldi og slys á börnum.