3. apríl 2009

Ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn

Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands bjóða ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga nokkrar helgar í apríl og maí. Í tilkynningu frá þesum aðilum segir að fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafi breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum.

Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands bjóða ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga nokkrar helgar í apríl og maí. Í tilkynningu frá þesum aðilum segir að fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafi breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum. Því miður sýni reynslan að eitt af því sem foreldrar neyðast tl að spara við þegar þrengir að eru tannviðgerðir og eftirlit hjá börnum og unglingum. Dregið hafi úr kostnaðarþátttöku stjórnvalda við tannviðgerðir á börnum og unglingum og að við blasi hætta á tannskemmdum og jafnvel vanlíðan barna og unglinga um þessar mundir.

Tannlæknar hafi ákveðið að koma á móts við þau heimili sem erfiðast eiga uppdráttar með sjálfboðavinnu við skoðun og viðgerðir tanna hjá bönum og unglingum. Er skorað á barnafjölskyldur sem búa við kröpp kjör að nýta sér þetta tækifæri til ókeypis tannlæknaþjónustu við börn og unglinga 18 ára og  yngri.

Hjálparvakt tannlækna er samstarfsverkefni Tannlæknafélags Íslands og Tannlæknadeildar Háskóla Íslands og verður þjónustan veitt í húsnæði þess síðarnefnda, Tanngarði, laugardagana 4. apríl, 18. apríl, 9. maí og 23. maí kl. 10:00 - 13:00.

Ekki er tekið við tímapöntunum en ráðstafanir gerðar til þess að biðtími verði ávallt hóflegur.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Tannlæknadeild Háskóla Íslands sími 525 4850


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica