2. apríl 2009

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð

Umboðsmaður barna fagnar nýrri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð sem miðar m.a. að því að koma á móts við börn og fjölskyldur þeirra í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Við þær aðstæður sem nú eru uppi er sérstaklega mikilvægt að huga að velferð barna og tryggja að öruggt velferðarnet sé til staðar til að koma í veg fyrir að afleiðingar efnahagsástandsins hafi áhrif á líðan þeirra og þroska. Börn eru viðkvæmur samfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og verður að fylgjast náið með líðan þeirra jafnt heima sem í skóla.

Umboðsmaður barna fagnar nýrri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð sem miðar m.a. að því að koma á móts við börn og fjölskyldur þeirra í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Við þær aðstæður sem nú eru uppi er sérstaklega mikilvægt að huga að velferð barna og tryggja að öruggt velferðarnet sé til staðar til að koma í veg fyrir að afleiðingar efnahagsástandsins hafi áhrif á líðan þeirra og þroska. Börn eru viðkvæmur samfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og verður að fylgjast náið með líðan þeirra jafnt heima sem í skóla.

Í  febrúar sl. samþykkti ríkisstjórnin að stofnuð yrði velferðarvakt í samvinnu  ríkis, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fleiri aðila til að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins á einstaklinga og fjölskyldur og gera tillögur um viðbrögð. Í framhaldinu skipaði félags- og tryggingamálaráðherra  velferðarvakt sem hafði meðal annars það hlutverk að afla upplýsinga um félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar bankahrunsins á einstaklinga og fjölskyldur og  leggja fram tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna og samhæfa þær.

Stýrihópur um velferðarvakt hefur skilað áfangaskýrslu og í henni kemur fram yfirlit yfir þá þætti sem huga þarf sérstaklega  að svo hlúa megi sem best að fjölskyldum í landinu í kjölfar efnahagsþrenginga.

Ríkisstjórnin hefur fjallað um tillögur stýrishóp um velferðarvakt og starfshóps um vinnumarkaðsaðgerðir og samþykkt aðgerðaráætlun um velferð. Þær aðgerðir sem lúta að börnum og fjölskyldum í landinu eru:

Aðgerðir:
Markvisst verði fylgst með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins á fjölskyldur í landinu í samvinnu við ýmsa aðila.
Stofnaður verði mótvægissjóður velferðarvaktarinnar og fé varið til:
• nauðsynlegra velferðarrannsókna,
• samræmingar verkefna á vegum þriðja geirans og samstarfsaðila,
• að styðja starfsfólk sem vinnur með þeim sem verst hafa orðið úti í kreppunni,
• átaksverkefna fyrir tiltekna hópa sem efnahagsástandið hefur bitnað verst á og
• annarra nauðsynlegra verka.
Ábyrgð: Félags- og tryggingamálaráðuneytið.

Sérfræðingar verða fengnir til að útbúa félagsvísa þar sem fylgst verður með ástandinu með reglubundnum hætti.
Ábyrgð: Félags- og tryggingamálaráðuneytið.

Aðstæður ungra barnafjölskyldna verði kannaðar með reglubundnum hætti og staða barna almennt í íslensku samfélagi. Sérstaklega verði fylgst með stöðu barna í jaðarhópum, svo sem innflytjendabarna og barna í stjúpfjölskyldum.
Ábyrgð: Félags- og tryggingamálaráðuneytið.

Fylgst verði með þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi og öllu skólastarfi, hvort sem er í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Ábyrgð: Menntamálaráðuneytið.

Fylgst verði vel með hugsanlegu brottfalli nemenda úr leikskólum og framhaldsskólum og leitað samstarfs við viðeigandi aðila reynist brottfall úr skólum mikið.
Ábyrgð: Menntamálaráðuneytið.

Í skýrslunni eru taldar upp fleiri aðgerðir en skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica