Fréttir


Eldri fréttir: 2009 (Síða 9)

Fyrirsagnalisti

22. maí 2009 : Skrifstofan lokuð eftir hádegi í dag 22. maí

Vegna opnunar á sýningunni „Hvernig er að vera barn á Íslandi“ verður skrifstofa umboðsmanns barna lokuð í dag frá kl. 12.00. Sýningin sem er á vegum umboðsmanns barna verður opnuð í Gerðubergi í dag, 22, maí kl. 14.00.

19. maí 2009 : Hvernig er að vera barn á Íslandi?

Hátt í þrjúþúsund grunn- og leikskólanemendur í fjörutíu skólum hafa í vetur tekið þátt í verkefni umboðsmanns barna þar sem þau tjá sig í myndrænu og rituðu máli hvernig það er að vera barn á Íslandi. Markmið þessa verkefnis er að heyra raddir barna og gefa þeim tækifæri á að tjá sig með þeim hætti sem þeim hentar.

12. maí 2009 : Tannheilsa barna

Umboðsmanni barna berast reglulega erindi vegna hrakandi tannheilsu barna á Íslandi og hefur ítrekað vakið athygli á þessu vandamáli.

6. maí 2009 : Umræða um fækkun kennsludaga í grunnskólum

Umboðsmaður barna hefur ritað menntamálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf vegna umræðu um fækkun kennsludaga í grunnskólum. Í bréfi sínu ítrekar umboðsmaður að börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagashópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.

30. apríl 2009 : SAFT UNGMENNARÁÐ

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur hafið undirbúning að stofnun ungmennaráðs.

Ungmennaráðið samanstendur að krökkum á aldrinum 12 - 18 ára sem koma alls staðar að af landinu.

29. apríl 2009 : Ókeypis námskeið fyrir foreldra

Rauðakrosshúsið býður upp á ókeypis námskeið fyrir foreldra dagana 30. apríl, 7.  og 14. maí næstkomandi. Námskeiðið ber yfirskriftina „Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar“ . Meðal efnis  á námskeiðinu eru þættir eins og gildi markmiðssetningar í uppeldi og hvernig fordæmi foreldra og annarra getur ýmist kennt börnum æskilega og eða óæskilega hluti.

29. apríl 2009 : Dagur barnsins 24. maí

Í tilefni að degi barnsins, sem að þessu sinni ber upp á 24. maí nk., mun umboðsmaður barna standa fyrir sýningu á verkum barna sem tekið hafa þátt í verkefninu „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.

29. apríl 2009 : Nýjar tillögur um stöðu barna í ólíkum fjölskyldugerðum

Nefnd sem starfað hefur á vegum félagsmálaráðherra um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra, stjúpforeldra og réttarstöðu barna þeirra hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Nefndin leggur m.a. til að tekið verði upp nýtt kerfi barnatrygginga í stað barnabóta, mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbót atvinnuleysisbóta vegna barna.

20. apríl 2009 : Breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002

Alþingi hefur nýlega samþykkt breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 og er nú kveðið berum orðum á um að óheimilt sé að beita börn líkamlegum eða andlegum refsingum. Lögunum er ætlað að bregðast við dómi Hæstaréttar frá 22. janúar 2009 í máli nr. 506/2008, þar sem því var slegið föstu að það gæti verið réttlætanlegt að flengja börn.
Síða 9 af 14

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica