Fyrirsagnalisti
Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast í dag. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl. 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Umboðsmaður barna var með opið hús á Menningarnótt. fjöldi fólks mætti og naut veitingar og fjölbreyttra tónlistaratriða. Sýningin Hvernig er að vera barn á Íslandi var sett upp að þessu tilefni og stendur hún uppi í nokkurn tíma til viðbótar. Allir eru velkomnir til að koma hingað á Laugaveginn og skoða og þá þá sérstaklega börn.
Umboðsmaður barna verður með opið hús á menningarnótt frá klukkan 11:00 - 13:00. Sýning verður á verkum barna sem tóku þátt í verkefninu "Hvernig er að vera barn á Íslandi?".
Uboðsmaður barna, Margrét María og starfsmaður umboðsmanns, Eðvald Einar, heimsóttu leikskólann Sæborg í dag. Auður Ævarsdóttir, aðstoðar leikskólastjóri tók á móti þeim og kynnti þau verkefni sem Sæborg hefur verið að vinna að og hvernig raddir þeirra leiksólabarna fá aukið vægi við ýmsar ákvörðunartökur er varða þau sjálf.
Herferð Evrópuráðsins - börn og ofbeldi.
Í júní 2008 hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.
Sýningin Hvernig er að vera barn á Íslandi lauk formlega þann 28. júní sl. Ætla má að hátt í þúsund manns hafi skoðað sýninguna á þeim tíma sem hún stóð uppi.
Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu - og forvarnarmál boðar til morgunverðarfundar miðvikudaginn 27. maí kl. 8.15 til 10.00. Fundurinn er haldinn á Grand hótel. Þátttökugjald er kr. 1.500 sem þarf að staðgreiða og er morgunmatur innifalinn í þátttökugjaldi.
Haldið verður upp á dag barnsins 24. maí næstkomandi í annað sinn á Íslandi en ríkisstjórn Íslands ákvað í fyrra að dagur barnsins skyldi haldinn hátíðlegur ár hvert. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á börnum í samfélaginu, leyfa röddum þeirra að hljóma, koma málefnum barna á framfæri og styrkja samveru barna og fullorðinna.
Á Egilsstöðum veður haldin sérstök dagskrá í tilefni að degi barnsins og veður m.a. opnuð sýning þar sem hægt er að skoða afrakstur verkefnisins „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.