Hönd þín skal leiða en ekki meiða
Herferð Evrópuráðsins - börn og ofbeldi.
Í júní 2008 hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.
Herferð Evrópuráðsins - börn og ofbeldi.
Í júní 2008 hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.
Í mörgum Evrópuríkjum er ofbeldi gegn börnum umborið og það réttlæt í því skyni að það sé hluti af uppeldi barna. Ofbeldi er oft falið, t.d. innan heimila, skóla og stofnana sem veita eiga börnum vernd. Er jafnvel litið á það sem einkamál foreldra hvort þeir beita börnum ofbeldi í svokölluðu uppeldisskyni.
Ofbeldi gegn börnum er brot á mannréttindum barna. Þrátt fyrir alþjóðlega samninga og lög sem hafa að markmiði að vernda börn er ofbeldi gegn börnum enn algengt. Ofbeldi gegn börnum á sér stað í öllum Evrópuríkjum án tillits til landsvæða eða þjóðfélagshópa. Ofbeldi gegn börnum hefur áhrif á velferð barna s.s. möguleika þeirra til að tileinka sér nám, til félagslegrar aðlögunar í samfélaginu og getur haft varanleg áhrif á líf þeirra sem fullorðnir einstaklingar.
Átak Evrópuráðsins gengur undir slagorðinu Your hands should nurture not punish. Raise your hand against smacking! Má yfirfæra það á íslensku sem „Hönd þín skal leiða en ekki meiða.“ Hægt er að horfa á kynningarmyndband átaksins hér.
Að lemja fullorðinn er líkamsárás
Að lemja dýr er grimmilegt athæfi
Að lemja börn „er sjálfum þeim fyrir bestu“
Hönd þín skal leiða en ekki meiða!