Fréttir


Eldri fréttir: 2009 (Síða 11)

Fyrirsagnalisti

24. mars 2009 : Málþing um foreldrasamstarf

RannUng, Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna, efnir til málþings um foreldrasamstarf fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 12:30 - 16:30. Málþingið er haldið í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, Bratta.

19. mars 2009 : Velferð barna í fyrirrúmi

Í grein í Morgunblaðinu í dag vekur umboðsmaður barna athygli á mikilvægi þess að tryggja velferð barna í því efnahagsástandi  sem nú ríkir. Börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.

19. mars 2009 : Heimsókn ungmenna

Í gær komu ungmenni úr unglingasmiðjunni Stíg í heimsókn til umboðsmanns barna. Krakkarnir fengu kynningu á embættinu og störfum umboðsmanns barna og hvaða hlutverki hún gegnir fyrir börn.

18. mars 2009 : Velferð barna og vægi foreldra

Siðfræðistofnun efnir til ráðstefnu um velferð barna og vægi foreldra föstudaginn 20. mars nk. kl. 13 á Hótel Sögu, Harvard II. Ráðstefnan er hluti af verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi sem var styrkt af Kristnihátíðarsjóði.

16. mars 2009 : Raddir barna - heimsókn frá leikskólanum Fálkaborg

Umboðsmaður barna fékk góða heimsókn í morgun frá 5 ára börnum sem öll eru á leikskólanum Fálkaborg. Þau Elín, Guðrún Ýr, Hafsteinn Ernir, Sigurlaug Birna, Katrín Skuld, Friðrik Örn, Daníel og Skúli Örn hafa öll tekið þátt í verkefni á vegum umboðsmanns barna um „Raddir barna“ sem tekur m.a. til þess hvernig er að vera barn á Íslandi. Er leikskólinn Fálkaborg einn af fjölmörgum leikskólum sem taka þátt í verkefninu en auk leikskóla,sem eru u.þ.b. 20 hafa rúmlega 20 grunnskólar skráð sig til þátttöku.

14. mars 2009 : Börn mótmæla reykingum

Þegar umboðsmanni barna var litið út um gluggann síðastliðinn miðvikudag sá hún nokkur vösk börn með mótmælapjöld sem hrópuðu hástöfum „Reykingar drepa!“.  Að sjálfsögðu fóru starfsmenn umboðsmanns barna út og tóku myndir af mótmælunum. 

13. mars 2009 : Heimsókn ÓB ráðgjafar

Þeir Ólafur Grétar Gunnarsson og Bjarni Þórarinsson hjá ÓB ráðgjöfum heimsóttu umboðsmann barna þriðjudaginn 17. mars síðastliðinn. Kynntu þeir m.a. námskeiðið „Barnið komið heim“ sem er ætlað verðandi foreldrum og foreldrum barna á fyrsta ári fyrir eitt mikilvægasta verkefni lífsins – Að ala upp barn.

11. mars 2009 : Velferð barna ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga

Miðvikudaginn 18. mars nk. verður haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel frá kl. 8:15 - 10:00. Yfirskrift fundarins er „Velferð barna ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga.“

9. mars 2009 : Réttur barna til sérfræðiþjónustu í grunnskóla

Umboðsmanni barna hafa borist nokkur erindi vegna sérfræðiþjónustu við börn í grunnskóla þar sem vafi leikur á hvaða stjórnvöld beri ábyrgð á því að veita slíka þjónustu og hvert inntak slíkrar þjónustu skuli vera.
Síða 11 af 14

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica