Fréttir


Eldri fréttir: 2009 (Síða 12)

Fyrirsagnalisti

6. mars 2009 : Vel heppnað ungmennaþing á Akureyri

Ungmennaþing sem haldið var á Akureyri dagana 4. og 5. mars sl. var afar vel heppnað. Þingið sótti ungt fólk frá öllu landinu á aldrinum 13 til 30 ára auk annarra gesta. Viðfangsefni ungmennaþingsins var „hvort ungmennaráðin séu gjallhorn ungs fólks?“ Í stuttu máli má segja að ungu fólki þykir ungmennaráðin og vettvangur þeirra vera mjög mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

4. mars 2009 : Ungt fólk og lýðræði

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefst á Hótel KEA á Akureyri í dag 4. mars og stendur yfir í tvo daga. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fyrir fólk á aldrinum 13-30 ára sem er að stíga sín fyrstu skref sem fulltrúar í ungmennaráðum um land allt.

4. mars 2009 : Mætir þjónustan þínum þörfum?

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra boðar til opins fundar um þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar í nútíð og framtíð, miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00 - 18:30.  Markmið fundarins er að kynna fyrirhugaðar áherslubreytingar í þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar og ræða hugmyndir um hvaða leiðir eru færar til að auka hlut notenda í mótun og þróun þjónustu.

4. mars 2009 : Börn og unglingar í kreppu - hvað er til ráða?

Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska/Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda. Þar verður foreldrum/forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.

27. febrúar 2009 : Heimsdagur barna í fjölmiðlum

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mælist til þes að fjölmiðlar helgi 1. mars röddum barna og ungmenna. Sem dæmi má nefna að Rás 1 verður með fjölbreytta dagskrá 1. mars sem hefst kl. 08.05 á Ársól, ljóð og bernska og í framhaldinu eru ýmsir fleiri þættir þar sem raddir barna koma fram.

25. febrúar 2009 : Á öskudaginn.

Í dag, á öskudaginn, hafa börn í mismunandi búningi komið í heimsókn á skrifstofu umboðsmanns barna. Börnin hafa sungið og fengið verðlaun fyrir. Á Laugaveginum, þar sem skrifstofa umboðsmanns barna er til húsa, hefur mátt sjá nornir, sjóræningja, prinsessur, Línu Langsokk og fleiri og fleiri sögufrægar persónur hlaupa á milli búða til að fá að syngja og þiggja smá góðgæti.

23. febrúar 2009 : Ráðstefnan: Mótun stefnu um nám alla ævi.

Ráðstefnan Mótun stefnu um nám alla ævi verður haldin í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, fimmtudaginn 26. febrúar 2009 kl. 9-17. Er hún liður í þátttöku menntamálaráðuneytis í verkefnum á vegum Evrópusambandsins um umbætur í menntakerfum Evrópu til ársins 2010.

23. febrúar 2009 : Áhrif efnahagsþrenginga á fjölskyldur með börn

Mentor, nemendafélag félagsráðgjafanema við Háskóla Íslands, í samstarfi við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands heldur sitt árlega málþing sem nú ber yfirskriftina ÁHRIF EFNAHAGSÞRENGINGA Á FJÖLSKYLDUR MEÐ BÖRN.    Málþingið verður haldið á Háskólatorgi, stofu 105, miðvikudaginn  25. febrúar kl. 13.30 - 15.30 og er öllum opið.

 

16. febrúar 2009 : Átaksvika 1717 gegn einelti

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaksviku gegn einelti vikuna 15.-21. febrúar. Hjálparsíminn hvetur alla sem orðið hafa fyrir einelti, þekkja einhvern sem er þolandi eineltis eða er sjálfur gerandi að hringja í 1717 og opna sig fyrir hlutlausum aðila sem getur veitt upplýsingar um úrræði við hæfi.

Síða 12 af 14

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica