Langar í vinnu
stelpa
7 ára
Mig langar að fá vinnu þótt ég er 7 ára.
Komdu sæl.
Börn sem eru 7 ára mega almennt ekki vinna. Það er mikil vinna að vera í skóla. Svo er líka mikilvægt að þú hafir góðan tíma til þess að leika þér og hvíla þig. Ef þú vilt safna pening ættir þú að tala við foreldra þína. Þú getur kannski fengið að hjálpa til heima til dæmis með því að taka til eða leggja á borð.
Það eru mörg ár í það að þú getir farið að vinna. Þangað til skaltu njóta þess að vera í skólanum og gera það sem þér finnst skemmtilegt.
Með því að smella hér er hægt að fá meiri upplýsingar um vinnu barna.
Kær kveðja frá umboðsmanni barna