Fréttir: 2021 (Síða 5)
Fyrirsagnalisti
Skólahúsnæði Fossvogsskóla
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til borgarstjóra þar sem m.a. er kallað eftir því að Reykjavíkurborg láti framkvæma óháða úttekt á viðbrögðum og aðgerðum vegna ástands á húsnæði Fossvogsskóla.
Samfélagsvefur ársins 2020
Íslensku vefverðlaunin voru veitt með hátíðlegum hætti í gær í beinu streymi. Vefur umboðsmanns barna sigraði í flokknum "Samfélagsvefur ársins".
Barn.is tilnefnt til verðlauna
Íslensku vefverðlaunin, uppskeruhátíð Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) verða veitt í kvöld. Vefur umboðsmanns barna er tilnefndur í tveimur flokkum, sem opinber vefur ársins og samfélagsvefur ársins.
Vegna framkvæmdar samræmdra prófa
Í samræmdu könnunarprófi í íslensku sem lagt var fyrir 9. bekk í morgun komu upp tæknileg vandamál í prófakerfi, sem urðu þess valdandi, að fresta þurfti próftöku.
Frásagnir barna af heimsfaraldri
Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hafði stórtæk áhrif og grípa þurfti til umfangsmikilla takmarkana til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Umboðsmaður barna ákvað því að óska aftur eftir frásögnum barna í nóvember 2020.
Heimsókn í Kerhólsskóla
Umboðsmaður barna heimsótti nokkra nemendur í Kerhólsskóla og fræddi þau meðal annars um Barnasáttmálann og embættið.
Bréf um talmeinaþjónustu
Embættið sendi bréf til heilbrigðisráðuneytisins vegna biðtíma barna eftir talmeinaþjónustu þrátt fyrir fjölgun útskrifaðra talmeinafræðinga. En biðtími eftir slíkri þjónustu getur verið allt að 36 mánuðir.
Ofbeldi gegn fötluðum börnum
Umboðsmaður barna ásamt Þroskahjálp og Tabú hafa sent bréf til dómsmálaráðuneytisins og Dómstólasýslunnar. Bréfið varðar ofbeldi gegn fötluðum börnum.
Frítt í strætó fyrir 11 ára og yngri
Börn sem eru 11 ára og yngri geta nú ferðast ókeypis með strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Í umræðum á barnaþingi 2019 var töluverð áhersla lögð á að frítt yrði í strætó fyrir börn.
- Fyrri síða
- Næsta síða