5. febrúar 2021

Bréf um talmeinaþjónustu

Embættið sendi bréf til heilbrigðisráðuneytisins vegna biðtíma barna eftir talmeinaþjónustu þrátt fyrir fjölgun útskrifaðra talmeinafræðinga. En biðtími eftir slíkri þjónustu getur verið allt að 36 mánuðir. 

 Í bréfi sínu, sem dagsett er þann 4. febrúar, vill umboðsmaður fá upplýsingar frá ráðuneytinu um það hvað það ætlar að gera til þess að bæta þjónustu við börn sem þurfa á talmeinaþjónustu að halda. Nauðsynlegt er að að tryggja snemmtæka íhlutun með því að útrýma biðtímum barna og tryggja þjónustu þeirra eins fljótt og hægt er. 

Þrátt fyrir fjölgun talmeinafræðinga bíður fjöldi barna eftir talmeinaþjónustu.

 Umboðsmaður barna hefur áður sent bréf til heilbrigðisráðuneytisins varðandi aðgang barna að þjónustu talmeinafræðinga. Í því bréfi er lögð áhersla á mikilvægi þess að börn eigi greiðan aðgang að nauðsynlegri talmeinaþjónustu. 

Uppfært: 

Svar barst frá heilbrigðisráðuneytinu þann 19. febrúar. Það svar gaf tilefni til frekari bréfaskrifta og sendi umboðsmaður barna annað bréf til ráðuneytisins þann 5. mars. Þar óskaði umboðsmaður barna eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvernig ráðuneytið muni koma á samstarfi við sveitarfélögin og talmeinafræðinga um það að leysa þann bráða vanda sem skapast hefur. Einnig hvaða aðgerða verði gripið til í þeim tilgangi að bæta þjónustu við börn sem þurfa á talmeinaþjónustu að halda og tryggja snemmtæka íhlutun. Svar barst frá ráðuneytinu þann 15. apríl 2021.



Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica