4. janúar 2021

Frítt í strætó fyrir 11 ára og yngri

Börn sem eru 11 ára og yngri geta nú ferðast ókeypis með strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Í umræðum á barnaþingi 2019 var töluverð áhersla lögð á að frítt yrði í strætó fyrir börn. 

Á vefsíðu strætó kemur fram að „fyrst um sinn verður börnum sem eru 11 ára og yngri hleypt um borð í vagnana án fargjalds. Þegar „Klapp“, nýja greiðslukerfi Strætó, verður innleitt, þurfa öll börn að vera með sérstakt kort eða app sem verður skannað um borð í vagninum. Áætlað er að nýja greiðslukerfið verði tekið í notkun í apríl.“

Á barnaþingi 2019 kom fram í umræðum barnaþingmanna að áhersla var lögð á að hafa frítt í strætó. Mismunandi var þó hvort að það ætti bara að vera frítt fyrir börn og nemendur eða alla í samfélaginu. Þá var óskað eftir reglulegri strætóferðum en samgöngumál voru mikið rædd í samhengi við loftlagsmál. Gjaldfrjáls strætó fyrir 11 ára börn og yngri eru því góð byrjun í þá átt að hafa frítt í strætó fyrir öll börn. Niðurstöður barnaþings 2019 má lesa hér.

Umboðsmaður barna heldur barnaþing annað hvert ár og kynnir niðurstöður þess og ályktanir fyrir ríkisstjórn. Barnaþing verður næst haldið í nóvember á þessu ári í Hörpu. Nánari upplýsingar um barnaþing má finna hér


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica