Fréttir: 2021 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
Barnaþingi frestað
Vegna aukinna Covid-19 smita í samfélaginu og hertra samkomutakmarkana hefur barnaþingi í Hörpu 2021 verið frestað.
Opið hús í nýju húsnæði
Fundur um sóttvarnir á barnaþingi
Umboðsmaður barna átti fund í dag með staðgengli sóttvarnalæknis í dag. Umræðuefni fundarins voru sóttvarnaráðstafanir á barnaþingi sem fer fram í Hörpu síðar í nóvember.
Síminn í ólagi
Embættið hefur nú flutt skrifstofuna sína á nýjan stað í Borgartúni 7b. Við það tækifæri var símkerfið endurnýjað en sá flutningur hefur tekið lengri tíma en áætlað var. Unnið er að því að koma símanum í lag.
Þátttaka barna
Umboðsmaður barna og fulltrúi ráðgjafarhóps umboðsmanns barna tóku þátt í rafrænni ráðstefnu um þátttöku barna. Á fundinum ræddu þau meðal annars um þær áskoranir sem felast í þátttöku barna og hve nauðsynlegt er að börn taki virkan þátt í samfélaginu og hafi áhrif á það.
Salvör kjörin formaður ENOC
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, var kjörinn formaður ENOC samtaka umboðsmanna barna í Evrópu, á ársfundi samtakanna þann 29. september sl. Salvör tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári en sá fundur verður haldinn í Reykjavík.
Skrifstofan flytur
Vegna flutnings á skrifstofu umboðsmanns barna úr Kringlunni 1 mun starfsemi hennar vera skert fram til 1. október nk.
Úrslit Krakkakosninga
Krakkakosningar fóru fram í mörgum grunnskólum landsins í liðinni viku. Úrslit þeirra voru kynnt á kosningavöku RÚV laugardaginn 25. september.
Kosið fyrir framtíðina
Vel heppnaður kosningafundur barna var haldinn í gær í Hörpu. Á fundinum spurðu börn frambjóðendur spjörunum úr um málefni sem snúa að börnum.