Barnaþingi frestað
Vegna aukinna Covid-19 smita í samfélaginu og hertra samkomutakmarkana hefur barnaþingi í Hörpu 2021 verið frestað.
Í ljósi hertra samkomutakmarkana sem kynntar voru í dag og aukinna smita meðal barna af Covid-19 hefur umboðsmaður barna ákveðið að fresta barnaþingi sem átti að halda í Hörpu 18. og 19. nóvember, n.k.
Um 170 börn á aldrinum 11-15 ára höfðu skráð sig til þingsins auk fjölda fullorðinna. Stefnt er að því að halda barnaþingið snemma á nýju ári og verða dagsetningar kynntar um leið og þær liggja fyrir.