Opið hús í nýju húsnæði
Opið hús var hjá embættinu á föstudaginn 5. nóvember í tilefni af flutningum í Borgartún 7b.
Föstudaginn 5. nóvember sl. var embættið með opið hús í tilefni af flutningum skrifstofunnar úr Kringlunni 1 yfir í Borgartún 7b. Vel var mætt af samstarfsaðilum og velunnurum og er húsnæðið töluvert rýmra en áður þannig að vel tókst að halda hæfilegri fjarlægð og viðhalda góðum sóttvörnum.
Þá má þess geta að símkerfið er komið í lag en eftir sem áður er best fyrir fullorðna að koma erindum sínum áleiðis í gegnum tölvupóst.