Bréf hefur verið afhent landlækni vegna máls stúlku sem hafði verið vísað frá Sjúkrahúsinu á Akureyri í lok september þar sem hún var sögð of veik til þess að leggjast inn, bæði á geðsvið og barnadeild sjúkrahússins. Var hún því vistuð næturlangt í fangaklefa.
Umboðsmaður barna sendi bréf til Embætti landlæknis þar sem óskað var eftir upplýsingum úr lyfjagagnagrunni er varða lyfjanotkun barna og ungmenna. Bréfið má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Embætti landlæknis, b.t. Sigríðar Haraldsdóttur Reykjavík, 14. september 2018 Efni: Ósk um upplýsingar úr lyfjagagnagrunni Meginhlutverk umboðsmanns...
Umboðsmanni barna hefur borist svarbréf frá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar dagsett 2. nóvember við erindi embættisins vegna aðstöðu nemenda sem ekki eru í mataráskrift í Áslandsskóla.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna tók þátt ásamt tveimur fulltrúum úr Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna í ráðstefnu Eurochild sem fjallar um þátttöku barna. Ráðstefnan er haldin í borginni Opatija í Króatíu og voru þátttakendur um 300 frá 39 löndum og þar af um 100 börn.
Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið standa fyrir fundi fimmtudaginn 8. nóvember milli kl. 14:30 og 17:15 á Hótel Natura. En mikil atvinnuþátttaka barna hér á landi vekur upp spurningar um hvernig þau eru undirbúin undir margvísleg störf, hvernig eftirliti er háttað, þekkingu atvinnulífsins á þeim reglum sem gilda um vinnu barna og þekkingu barnanna sjálfra á réttindum og skyldum.
Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra munu sjúklingar með slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis) fá innöndunartæki og nauðsynlega fylgihluti sér að kostnaðarlausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðyneytinu sem er birt á vefsíðu Stjórnarráðsins. Umboðsmaður barna sendi bréf til ráðuneytisins þann 4. október 2017 með þeirri áskorun að börnum með slímseigjusjúkdóm yrði tryggð lífsnauðsynleg hjálpartæki...
Í dag mælti forsætisráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um umboðsmann barna en markmið þess er að umboðsmaður barna sé öflugur og virkur málsvari barna í íslensku samfélagi.
Í lok mars barst erindi frá barni varðandi aðstæður í skólamötuneyti þar sem bent var á að nemendur sem ekki eru í mataráskrift fái ekki að sitja við hlið samnemenda í matsal skólans. Bréfið má lesa hér í heild sinni.
Í annað skipti á árinu berast fréttir í fjölmiðlum um að barn sem glímir við alvarlegan fíknivanda sé vistað í fangaklefa lögreglunnar þar sem ekki voru til staðar viðeigandi úrræði. Umboðsmaður barna lítur málið afar alvarlegum augum og skorar á stjórnvöld að tryggja börnum þá vernd og ummönnun sem velferð þeirra krefst.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna tók þátt í fundi ENOC sem haldinn var í París í síðasta mánuði. Á fundinum voru samþykktar ályktanir um ýmis réttindi barna sem hægt er að lesa nánar á vefsíðu Enoc.
Í gær var áframhaldandi samstarfssamningur undirritaður milli Barnaheilla - Save the children á Íslandi, Menntamálastofnunar, umboðsmanns barna og Unicef á Íslandi í tengslum við náms- og fræðsluvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og útgáfu bæklinga og veggspjalds um Barnasáttmálans.
Umboðsmaður barna og ráðgjafarhópur umboðsmanns barna áttu afar góðan fund með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og hennar föruneyti í dag.
Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður haldinn á Grand Hótel, miðvikudaginn 19. september næstkomandi. Umræðuefni fundarins verður að þessu sinni "Skólaforðun - falinn vandi" sjá auglýsingu hér að neðan.
Nýlega efndi velferðarráðuneytið til vinnustofu um málefni barna og ungmenna sem glíma við neysluvanda. Ráðuneytið boðaði til fundar þá sem helst koma að málefnum þessa hóps.
Hinn 30. maí 2018 héldu umboðsmaður barna og dómstólasýslan fund með fulltrúum réttarvörslukerfisins og helstu stofnunum og félagasamtökum sem gæta hagsmuna barna. . Á fundinum var farið yfir reglur um birtingu dóma og framkvæmdina.
Umboðsmaður barna leitaði síðastliðið haust eftir samstarfi við Hagstofuna um að teknar væru saman hagtölur sem snerta sérstaklega stöðu barna í íslensku samfélagi. Yfirlýsing þess efnis var undirrituð fyrr í dag.
Dagur barnsins er á sunnudaginn 27. maí næstkomandi. Á þeim degi er tilvalið fyrir foreldra og aðra uppalendur að leggja frá sér aðrar skyldur ef mögulegt er og gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum sínum.
Kosningar til sveitarstjórnar eru nú handan við hornið en þær fara fram laugardaginn næsta. Enn á ný er því blásið til Krakkakosningar og verða þær nú haldnar í fjórða sinn. Framkvæmd þeirra eru hins vegar með öðru sniði en undanfarið þar sem kosningar til sveitarstjórnar í 73 sveitarfélögum eru flóknari í allri umgjörð.
Lýðræðisþing í Landakotsskóla Landakotsskóli í samráði við umboðsmann barna og UNICEF skipulagði Lýðræðisþing barna sem var haldið í Landakotsskóla dagana 15. til 17. maí sl. Lýðræðisþingið var haldið með þátttöku nemenda í 7. og 8. bekk og 4. – 5. bekk. Lýðræðisþingið var tvískipt. Á þriðjudegi hélt umboðsmaður barna ásamt...
þann 8. maí sl. stóð velferðarráðuneytið fyrir opinni ráðstefnu um Snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi. Á þeirri ráðstefnu voru fulltrúar Ráðgjafarhóps umboðsmanns barna þær Auður Bjarnadóttir og Þórdís Ösp Melsted með erindi.
Salvör Nordal átti góðan fund með Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í vikunni. Á fundinum ræddu þær almennt um geðbeilbrigðisþjónustu barna og ungmenna og um heilbrigðisþjónustu við börn í vímuefnavanda.
Embættið hefur lengi haft áhyggjur af stöðu mála sem varðar geðheilbrigði barna og barna í vímuefnavanda. Fundurinn var því afar gagnlegur.
Á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins þann 4. apríl síðastliðinn voru samþykkt tilmæli um börn sem eiga foreldri í fangelsi. Í reglunum er áréttað að börn sem eiga foreldri í fangelsi eigi að njóta sömu réttinda og öll önnur börn.
Embættið hefur verið á faraldsfæti undanfarið og heimsótt nokkra skóla og stofnanir en það er mikilvægur hluti af starfsemi umboðsmanns barna að vera í góðum tengslum við þá aðila sem vinna að málefnum barna.
Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins
Næsti morgunverðarfundur Náum áttum verður haldin miðvikudaginn nk. á Grand hótel milli klukkan 8:15 til 10:00. Fundarefnið að þessu sinni er "Réttur barna í opinberri umfjöllun". S
Skráning er á vefsíðu hópsins og er gjaldið sem fyrr 2.400,,- sem greiðist við innganginn.
Eftirfarandi grein eftir Salvöru Nordal, sem hægt er að lesa hér fyrir neðan í heild sinni, birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 14. apríl sl. Lýðræðisþátttaka barna og lækkun kosningaaldurs Salvör Nordal Frumvarpi um lækkun kosningaaldurs sem rætt var á Alþingi fyrir páska var frestað og því ljóst að ekki verður...
Í gær tók Salvör Nordal, umboðsmaður barna þátt í ráðstefnu um umskurð drengja í Norræna húsinu sem haldin var af Samráðsvettvangi trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.
Þann 4. apríl sl. var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023. Gerir tillagan ráð fyrir því að embætti umboðsmanns barna verði falið að vinna tiltekin verkefni sem miða að því að styrkja stöðu barna í íslensku samfélagi.
Umboðsmaður barna sendir bréf til menntamálaráðuneytisins, Menntamálastofnunar og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og óskað eftir fundi við þá aðila til að ræða málefni barna sem eru utan skóla.
Umræðan um frumvarp til breytinga á hegningarlögum er varðar umskurð drengja hefur verið áberandi að undanförnu. Embættið vill stuðla að víðtækri umræðu og hefur vakið athygli á ýmsum þáttum er varðar umskurð drengja. Að þessu sinni vekur umboðsmaður barna athygli á máli sem bíður nú afgreiðslu barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og varðar umskurð á dreng.
Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, ásamt lögfræðingum embættisins, heimsótti lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum var farið yfir ýmis mál sem varðar hag barna.
Umboðsmaður barna og fjölmiðlanefnd hafa sent eftirfarandi bréf til menntamálaráðherra þar sem lagt er til að sett verði inn í 19. kafla fjármálaáætlunar um fjölmiðla, sérstakt markmið sem taki til verndar barna í fjölmiðlum.
Mikil umræða hefur átt sér stað í samfélaginu um umskurð drengja. Umboðsmaður barna vill því vekja athygli á sameiginlegri yfirlýsingu umboðsmanna barna á Norðurlöndunum og barnalæknum.
Í tilefni af alþjóðlegum netöryggisdegi 2018 gefa umboðsmaður barna, Barnaheill, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, Unicef og SAFT út viðmið vegna umfjölunar um börn á samfélagsmiðlum.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti umboðsmann barna ásamt góðu föruneyti úr ráðuneytinu. Á fundinum kynnti Salvör Nordal meðal annars stefnumótun og embættisins 2018 - 2022. En embættið telur brýnt að efla stefnumótum á mörgum sviðum sem tengjast börnum.
Umboðsmaður barna, Salvör Nordal ásamt starfsmanni embættisins, Stellu Hallsdóttur átti fund í gær, fimmtudaginn 11. janúar, með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra
Ekki hefur reynst unnt að setja inn svör við þeim spurningum sem borist hafa í gegnum Barna- og unglingasíðuna okkar. Verið er að vinna að viðeigandi lausn.