9. nóvember 2018

Svar vegna skipulags matarmála í Áslandsskóla

Umboðsmanni barna hefur borist svarbréf frá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar dagsett 2. nóvember við erindi embættisins vegna aðstöðu nemenda sem ekki eru í mataráskrift í Áslandsskóla.

Umboðsmanni barna hefur borist svarbréf frá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar dagsett 2. nóvember við erindi embættisins vegna aðstöðu nemenda sem ekki eru í mataráskrift í Áslandsskóla.  

Í því svari kemur meðal annars fram að erindi umboðsmanns hafi komið til umræðu á fyrsta fundi skólaráðs Áslandsskóla þann 26. október og samþykkt breyting á skipulagi matarmála nemenda í Áslandsskóla. Frá og með 26. október geta því nemendur setið saman í hádegishléi, hvort sem þeir eru í mataráskrift eða komi með nesti að heiman. 

Umboðsmaður barna fagnar þessari ákvörðun og leggur jafnframt áherslur á að nýjar reglur verði kynntar nemendur og foreldrum/forsjáraðilum, ef það hefur nú ekki þegar verið gert. 

  • Svar Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica