Fréttir
Eldri fréttir: 2017 (Síða 6)
Fyrirsagnalisti
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 106. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 16. mars 2017.
Tillaga til þingsályktunar um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum
Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, 3. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 17. mars 2017.
Umboðsmaður barna fundar með forsætisráðherra
Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, átti fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra í morgun en embættið heyrir undir forsætisráðuneytið. Á fundinum ræddu þau um störf og verkefni umboðsmanns barna.
Þingmenn gerast talsmenn barna á Alþingi
Þingmenn úr öllum flokkum gerðust í dag talsmenn barna á Alþingi. Þeir skuldbinda sig til að hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi við störf sín. Fulltrúar ungmennaráða ávörpuðu þingmenn.
Einmanaleiki - morgunverðarfundur Náum áttum
Næsti morgunverðarfundur hópsins Náum áttum verður miðvikudaginn 8. mars næstkomandi. Að þessu sinni er umræðuefnið "Einmanaleiki og sjálfskaðandi hegðun ungs fólks".
Öskudagurinn
Umboðsmaður barna tekur á móti öllum syngjandi krökkum í dag, öskudaginn.
Frumvarp til fæðingar- og foreldraorlof og tryggingargjald, 84. mál
Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof og tryggingargjald, 84. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti þann 24. febrúar 2017.
Fundur með starfsmönnum ráðuneyta
Umboðsmaður barna ásamt starfsfólki átti í dag fund með starfsmönnum allra ráðuneyta. Tilgangur fundarins var að ræða málefni og réttindi barna og minna á starf embættisins.
Úrræði fyrir börn með alvarlegan vímuefna- og afbrotavanda - bréf til ráðherra
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til félags- og jafnréttismálaráðherra. Tilgangur bréfsins er að fá upplýsingar um meðferðarheimili vegna úrræða fyrir börn með alvarlegan vímuefna- og afbrotavanda sem áætlað hefur verið að setja á stofn og á hvaða stigi þær framkvæmdir eru.
Síða 6 af 7